Fjöldi smábáta í Hólmavíkurhöfn

Fjöldi smábáta í Hólmavíkurhöfn

Smábátahöfnin setur mikinn svip á Hólmavíkurþorp og eru bátarnir vinsælt myndefni bæði ferðafólks og heimamanna. Svo var einnig í dag þegar fréttaritari strandir.is rölti þar hjá. Mikið af smábátum í höfninni. Miklar framkvæmdir hafa verið þar í gangi síðustu árin,…

Fræðsla um einelti og neikvæð samskipti

Fræðsla um einelti og neikvæð samskipti

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands heldur fund á Hólmavík í dag, miðvikudaginn 6. september. Sérsvið hennar er einelti, tómstunda- og leiðtogafræði. Hún hittir alla nemendur grunnskólans á Hólmavík, foreldra og starfsfólk grunnskóla, tómstunda og íþróttastarfs. Vanda…

Breytingar á aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar

Breytingar á aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar

Árneshreppur hefur birt umhverfisskýrslu og tillögur að breytingum á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Jafnframt er auglýst eftir athugasemdum. Fyrirhugað er að byggja vegi og reisa vinnubúðir vegna rannsókna í tengslum við hönnun virkjunarinnar. Þetta kemur fram…

Brúin yfir Bjarnarfjarðará boðin út

Brúin yfir Bjarnarfjarðará boðin út

Vegagerðin hefur nú óskað eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Bjarnarfjarðará á Strandavegi í Strandasýslu. Nýja brúin verður lítið eitt ofar en núverandi brú á ánni, 50 metra löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 25 m löngum höfum. Hún…

Gert við gömul hús á Hólmavík

Gert við gömul hús á Hólmavík

Síðustu áratugina hefur verið gert við ýmis gömul hús á Hólmavík, þannig að nú eru þau til fyrirmyndar i gamla þorpinu. Nú nýlega var byrjað á viðgerðum á Kópnesbraut 1 sem stendur við hliðina á Riis-húsinu. Verður gaman að fylgjast…