Minni styrkveitingar Strandabyggðar

Minni styrkveitingar Strandabyggðar

Í lok ársins 2015 voru samþykktar reglur um styrkveitingar hjá Strandabyggð til minni verkefna, en nú er auglýstur umsóknarfrestur til 8. mars næstkomandi til að sækja um styrki allt að 100 þúsund. Markmiðið með styrkjum er að styðja við sjálfsprottið starf,…

Vegna ljósleiðaratenginga í Strandabyggð 2017

Vegna ljósleiðaratenginga í Strandabyggð 2017

Fréttatilkynning frá Strandabyggð Fyrr á árinu auglýsti fjarskiptasjóður eftir umsóknum frá sveitarfélögum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Sveitarfélagið Strandabyggð sótti um styrk eins og flest sveitarfélög á Vestfjörðum en þrjátíu milljónir voru til úthlutunar á því svæði.

Félagsvist í Sævangi

Félagsvist í Sævangi

Spilavist verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi þriðjudaginn 28. febrúar og hefst spilamennskan kl. 20:00. Veitingar eru innifaldar í verði sem er kr. 1.300.- fyrir 12 ára og eldri, 900 fyrir yngri. Allir eru hjartanlega velkomnir á félagsvistina.

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Bollukaffi verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudaginnkl. 14:00 -17:00. Þar verður bolluhlaðborð þar sem fólk getur borðað eins og það getur í sig látið af bollum – vatnsdeigsbollur með margskonar fyllingum, gerbollur og berlínarbollur. Aðgangseyrir að hlaðborðinu er kr. 1.500,-…

Ásdís Jónsdóttir mesti lestrarhestur landsins

Ásdís Jónsdóttir mesti lestrarhestur landsins

Leiknum Allir lesa er nú lokið og kom í ljós að íbúar í Strandabyggð voru kraftmestu lesendur landsins þegar sveitarfélög voru borin saman. Og ekki nóg með það, heldur er mesti lestrarhestur landsins líka Strandamaður, Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík. Hún…

Gömlu góðu leikirnir á Sauðfjársetrinu

Gömlu góðu leikirnir á Sauðfjársetrinu

Hvernig léku krakkar sér í gamla daga? Hvað gerðu þau milli sveitaverkanna? Hvernig dót áttu þau?Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17 verður atburður á Sauðfjársetrinu í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi segir þá frá gömlum leikjum…

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu verður haldið á Restaurant Galdri fimmtudaginn 23. febrúar og hefst kl. 12:10. Á málþinginu láta bæði heimamenn á Ströndum og nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands ljós sitt skína og segja frá margvíslegum verkefnum. Málþingið…

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa hefur verið á röltinu á nýja árinu og farið í gönguferðir í hádeginu á þriðjudögum í nágrenni Hólmavíkur. Um er að ræða opinn gönguklúbb og öllum er velkomið að slást í hópinn og mæta í göngu. Þriðjudaginn…

Heimildamyndin Brotið sýnd á Galdrasýningunni

Heimildamyndin Brotið sýnd á Galdrasýningunni

Heimildamyndin Brotið verður sýnd á Galdrasýningunni á Hólmavík kl. 15:00 sunnudaginn 19. febrúar og er viðburðurinn hluti af vetrarhátíð Strandagaldurs. Fyrir sýningu segir Haukur Sigvaldason frá gerð myndarinnar, en hann hefur ásamt Maríu Jónsdóttur og Stefáni Loftssyni unnið að henni síðustu…

Jón lærði og Viðar Hreinsson á vetrarhátíð Strandagaldurs

Jón lærði og Viðar Hreinsson á vetrarhátíð Strandagaldurs

Fræðimaðurinn Viðar Hreinsson heimsækir Strandir um helgina og kynnir bók sína um Strandamanninn og 17. aldar alþýðufræðimanninn Jón lærða Guðmundsson. Kynningin er hluti af vetrarhátíð Strandagaldurs og fer fram á Restaurant Galdri kl. 15:00 laugardaginn 18. febrúar. Ekkert kostar inn…