Skólahald á Hólmavík féll niður í dag

Skólahald á Hólmavík féll niður í dag

Allt skólahald á Hólmavík féll niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Mikil úrkoma hefur verið í nótt og morgun og skaflar myndast víða. Snjórinn er blautur og þungur. Veður er enn mjög vont við Steingrímsfjörðinn.

Sauðfjársetrið á Eyrarrósarlistanum 2016

Sauðfjársetrið á Eyrarrósarlistanum 2016

Sauðfjársetur á Ströndum er í hópi þeirra tíu framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar sem eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar á þessu ári. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og…

Eldur í Hótel Ljósalandi í morgun

Eldur í Hótel Ljósalandi í morgun

Eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósalands á Skriðulandi í Saurbæ í Dölum í nótt. Slökkviliðsmenn frá Strandabyggð, Reykhólahreppi og Dalabyggð fóru á staðinn að slökkva eldinn, en útkall barst um sex í morgun. Engin slys urðu á fólki. Þetta kemur…

Tvö þorrablót á Ströndum: Hólmavík og Drangsnesi

Tvö þorrablót á Ströndum: Hólmavík og Drangsnesi

Ekki færri en tvö stór þorrablót verða haldin á Ströndum laugardagskvöldið 30. janúar 2016, en þá verður þorraveisla bæði á Hólmavík og Drangsnesi og ball á eftir á báðum stöðum. Það má því búast við lífi og fjöri á Ströndum…

Íbúafundur um hitaveitu á Hólmavík

Íbúafundur um hitaveitu á Hólmavík

Miðvikudaginn 3. febrúar verður blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík sem ber yfirskriftina Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík. Strandabyggð stendur fyrir fundinum, en María Maack verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur verða með kynningar. María Maack gerir grein fyrir lögum um hitaveitur…

Glitský á himni

Glitský á himni

Í morgun mátti sjá ljómandi fallegt glitský á himni við Steingrímsfjörð á Ströndum og raunar víðar norðanlands. Hér á myndinni er húsið á Höfðagötu 2 á Hólmavík í forgrunni og myndin er tekin að morgni dags. Glitský eru marglit ský sem…

Rósmundur valinn íþróttamaður ársins og Vala fékk hvatningarverðlaun

Rósmundur valinn íþróttamaður ársins og Vala fékk hvatningarverðlaun

Íþróttamaður ársins 2015 í Strandabyggð var heiðraður á Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík. Það er Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar sem velur íþróttamann ársins árlega og veitir jafnan hvatningarverðlaun samhliða, að undangengnum tilnefningum frá almenningi.  Hvatningarverðlaunin eru veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan…

Kvennakórinn Norðurljós stendur fyrir Rekstrasjón

Kvennakórinn Norðurljós stendur fyrir Rekstrasjón

Kvennakórinn Norðurljós ætlar næstkomandi sunnudag að halda Rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík. Rekstrasjón var heiti yfir skemmtanir sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum en þar var dansað og boðið upp á kaffiveitingar. Nú ætlar kvennakórinn að bjóða…

Strandabyggð setur reglur um minni styrkveitingar

Strandabyggð setur reglur um minni styrkveitingar

Á vef Strandabyggðar kemur fram að í lok ársins 2015 voru samþykktar reglur um styrkveitingar hjá Strandabyggð, en nú ber umsóknaraðilum að skila inn styrkumsóknum samkvæmt ákveðnum reglum sem finna má á vef sveitarfélagsins og á viðeigandi umsóknareyðublaði, ýmist fyrir 1. febrúar eða 1. september…

Íþróttamaður eða íþróttakona ársins valin í Strandabyggð

Íþróttamaður eða íþróttakona ársins valin í Strandabyggð

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar óskar nú eftir tilnefningum fyrir íþróttamann eða íþróttakonu ársins í Strandabyggð árið 2015. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en sunnudaginn 10. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að…