Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli

Um jólin verða að venju guðsþjónustur í nokkrum kirkjum á Ströndum og er gerð grein fyrir tímasetningum þeirra hér. Í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18, í Drangsneskapellu á jóladag kl. 13, í Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl. 16 og í Óspakseyrarkirkju…

Fræðafélag stofnað á Ströndum milli jóla og nýárs

Fræðafélag stofnað á Ströndum milli jóla og nýárs

ATH: FUNDI FRESTAÐ FRAM YFIR ÁRAMÓT VEGNA VEÐURSPÁR. Fyrirhugað er að stofna fræða- og fróðleiksfélag á Ströndum á milli jóla og nýárs. Félagið verður þverfaglegt og opið bæði háskólamenntuðu fólki og áhugamönnum um margvísleg fræði, vísindi, menningu og listir. Allir…

Ölfus hafði naumlega betur

Ölfus hafði naumlega betur

Spurningakeppnin á milli Árneshrepps og sveitarfélagsins Ölfus í 16-liða úrslitum í Útsvarinu varð æsispennandi. Endaði með því að jafnt varð á stigum 70-70 og þurfti að grípa til bráðabana til að knýja fram úrslit. Endaði með því að Ölfus sigraði…

Margrét Eir með jólatónleika á Hólmavík

Margrét Eir með jólatónleika á Hólmavík

Margrét Eir kemur til Hólmavíkur föstudaginn 16. desember og heldur jólatónleika í Hólmavíkurkirkju. Hefjast þeir kl. 20:00 og eru Kór Hólmavíkurkirkju og Viðar Guðmundsson sérstakir gestir á tónleikunum. Hljóðfæraleikarar með Margréti Eir eru Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson. Ekki…

Árneshreppur mætir Ölfusi í Útsvarinu

Árneshreppur mætir Ölfusi í Útsvarinu

Nú er komið að annarri umferð í Útsvarinu, en Árneshreppur gerði sér lítið fyrir sigraði Sveitarfélagið Garð í september síðastliðnum í stórskemmtilegum spurningaleik Útsvars. Föstudag 16. desember fer önnur umferðin hjá Árneshreppi fram og er andstæðingurinn öflugt lið Ölfuss og búist…

Framkvæmdahugur í Hólmvíkingum

Framkvæmdahugur í Hólmvíkingum

Það er nokkur framkvæmdahugur í Hólmvíkingum nú í góða veðrinu í desember. Þegar fréttaritari fór um bæinn í gær var verið að undirbúa steypuvinnu við Galdrasafnið, en þar á að rísa dálítil viðbygging, nýr inngangur við endann á austurhúsinu. Um…

Hólmavík í dag og fyrir ári

Hólmavík í dag og fyrir ári

Svona var veðrið við Steingrímsfjörð í dag, þann 10. desember 2016, alveg snjólaust. Sama daga á síðasta ári tók fréttaritari strandir.is mynd frá sama sjónarhorni og er skemmtilegt að skoða hvað lítur öðruvísi út í dag. Þar munar mestu um viðbygginguna…

Litlu jólin og jólatónleikar á Hólmavík

Litlu jólin og jólatónleikar á Hólmavík

Tónleikar Tónskólans verða haldnir þriðjudaginn 13. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Þar koma nemendur skólans fram og flytja fjölbreytta dagskrá. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Litlu jól Grunn- og Tónskólans verða síðan fimmtudaginn 15. desember klukkan 13:00…

Aðventuhátíð í Bústaðakirkju

Aðventuhátíð í Bústaðakirkju

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. desember kl. 16.00. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og Gissur Páll er einsöngvari. Vilberg Viggósson leikur á píanóið og hugvekju flytur Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir…

Súpufundur á Hólmavík um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Súpufundur á Hólmavík um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Súpufundur verður haldinn á Restaurant Galdri á Hólmavík föstudaginn 9. desember og hefst kl. 12:10 (notið gamla innganginn á Galdrasýninguna). Að þessu sinni mun Skúli Gautason, nýráðinn menningarfulltrúi hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, segja frá Uppbyggingarsjóði sem er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða….