Öskudagsböll á Ströndum

Öskudagsböll á Ströndum

Öskudagurinn er mikill hátíðisdagur hjá nammigrísum á öllum aldri og verða börnin væntanlega á ferðinni víða í grímubúningum að safna nammi. Á Hólmavík þræða þau fyrirtækin í smáhópum til að fá gefins gotterí, en á Drangsnesi fara börnin öll saman í…

Ernir við Steingrímsfjörð

Ernir við Steingrímsfjörð

Síðustu vikurnar hafa tveir ernir haldið að mestu til á Ströndum og kannað hvað sé ætilegt í fjörum í Steingrímsfirði og Kollafirði. Annar fuglinn, sá sem hér er á myndinni, er ungur, eins og sést á því hvað stélið er dökkt….

Talsverður snjór á Hólmavík

Talsverður snjór á Hólmavík

Talsverður snjór er á Hólmavík eftir ofankomuna á fimmtudag og föstudag og næg verkefni framundan hjá gröfumönnum sem keppast nú við að ryðja götur og stæði. Snjónum er mokað í hrúgur og út í sjó eftir því sem hægt er….

Skíðafélagsmót á sunnudegi

Skíðafélagsmót á sunnudegi

Skíðafélagsmót Skíðafélags Strandamanna með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal við Steingrímsfjörð sunnudaginn 7. febrúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum: Karlar 17 ára og eldri 10 km, konur 17 ára og eldri 5 km, 15-16 ára 5 km,  13-14…

Hitafundur á Hólmavík

Hitafundur á Hólmavík

Mjög góð mæting var á íbúafund á Hólmavík síðastliðinn miðvikudag, þar sem fjallað var um möguleika á að leggja hitaveitu til þorpsins. Það voru María Maack hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Haukur Jóhannesson hjá Íslenskum orkurannsóknum sem fluttu erindi og sköpuðust…

Sprengidagsveisla hjá Kvennakórnum Norðurljósum

Sprengidagsveisla hjá Kvennakórnum Norðurljósum

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík stendur fyrir saltkjötveislu á Sprengidaginn í félagsheimilinu á Hólmavík. Á boðstólum verður saltkjöt, baunasúpa og allt sem við á að eta á sprengidaginn. Þetta árið er sprengidagurinn þriðjudaginn 9.febrúar og stendur veislan milli 18:00 og 20:00. Verð fyrir lostætið er 3000…

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14:00 -17:00 verður Bollukaffi í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þetta hefur verið árlegur gleðskapur síðustu árin hjá Sauðfjársetrinu og jafnan glatt á hjalla. Á boðstólum verður bolluhlaðborð, vatnsdeigsbollur með margskonar fyllingum, gerbollur og berlínarbollur. Verðið er kr. 1.500,- fyrir…

Snjó kyngdi niður - rafmagnslaust í Árneshreppi og Djúpi um tíma

Snjó kyngdi niður – rafmagnslaust í Árneshreppi og Djúpi um tíma

Óveður var á Ströndum frá fimmtudeginum 4. feb. og fram á föstudaginn með mikilli ofankomu. Klukkan 14:10 á föstudag datt veðrið síðan alveg niður við Steingrímsfjörðinn og ljómandi fallegt veður, sólskin og hiti tók við. Meðfylgjandi myndir eru teknar á…

Barnamenningarhátíð á Hólmavík - kynningarfundur

Barnamenningarhátíð á Hólmavík – kynningarfundur

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:30 verður fundur í Félagsheimilinu Hólmavík fyrir þá sem hafa áhuga að koma að Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem haldin verður á Hólmavík 14.-20. mars. Farið verður yfir skipulag og hugmyndir. Barnamenningarhátíð Vestfjarða er haldin í fyrsta skipti í ár í sveitarfélaginu Strandabyggð…

Myndir frá Þorrablóti á Hólmavík

Myndir frá Þorrablóti á Hólmavík

Um síðustu helgi var haldið ljómandi skemmtilegt þorrablót á Hólmavík. Mæting var með ágætum, maturinn frá Café Riis góður að vanda, stórskemmtileg skemmtiatriði sem nefndin sá um og Halli og Þórunn sáu um fjörið á ballinu á eftir. Allt fór…