Árneshreppur mætir sveitarfélaginu Garði í Útsvarinu

Árneshreppur mætir sveitarfélaginu Garði í Útsvarinu

Árneshreppur á Ströndum tekur þátt í spurningakeppni sveitarfélaga hjá Ríkisútvarpinu og hefur keppni í Útsvarinu nú á föstudagskvöldið 23. september kl. 20:00. Lið Árneshrepps er skipað Birnu Hjaltadóttur frá Bæ, Guðmundi Björnssyni Melum og Arnari H. Ágústssyni Steinstúni. Símavinur liðsins verður Hrafn Jökulsson…

Skil á efni í List á Vestfjörðum

Skil á efni í List á Vestfjörðum

Næsta tölublað List á Vestfjörðum er í vinnslu og ráðgert er að það komi út í byrjun október. Eins og vanalega er margt að gerast í þeim menningarríka fjórðungi sem Vestfirðir eru og má því eiga von á stórkemmtilegu blaði. Ritstjóri…

Varað við vatnsveðri

Varað við vatnsveðri

Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vara við talsverðri rigningu og stífri norðanátt austantil á landinu í nótt. Þá er búist við mikilli úrkomu á Norðurlandi og Ströndum á morgun, einkum í Árneshreppi ef marka má úrkomuspákort Veðurstofunnar. Þeim tilmælum er beint…

Vinna Vestfjarðarnefndar kynnt á Fjórðungsþingi

Vinna Vestfjarðarnefndar kynnt á Fjórðungsþingi

  Ágúst B. Garðarsson, formaður nefndar um aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði (Vestfjarðanefnd) og aðstoðarmaður forsætisráðherra, mun að beiðni stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga kynna starf nefndarinnar fyrir Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í dag. Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórn FV fagnar því að nefndin geti á…

Nýtt rannsóknasetur Háskóla Íslands stofnað á Ströndum

Nýtt rannsóknasetur Háskóla Íslands stofnað á Ströndum

Nýtt rannsóknasetur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa, hefur verið sett á laggirnar. Rannsóknir í þjóðfræði verða þar í öndvegi og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Rannsóknasetrið er staðsett á Hólmavík. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum…

Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga hefst í dag á Hólmavík

Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga hefst í dag á Hólmavík

Fyrsta Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík 9.-10. september og hefst um hádegisbilið í dag. Búist er við því að um 70 manns mæti á þingið á vegum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá FV segir: „Dagskrá þingsins…

Heimili og skóli - kynning fyrir foreldra á Hólmavík

Heimili og skóli – kynning fyrir foreldra á Hólmavík

Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september og hefst klukkan 18:00. Allir eru velkomnir á kynninguna. Heimili og skóli eru landssamtök foreldra og má nálgast vef samtakanna hér undir þessum tengli.

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

Laugardaginn 10. september kl. 20:00 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna,…

Reglugerð um tengipunkt Landsnets í Djúpi væntanleg

Reglugerð um tengipunkt Landsnets í Djúpi væntanleg

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gærmorgun kom fram fyrirspurn frá Haraldi Benediktssyni um raforkumál á Vestfjörðum og hvaða fyrirstaða væri fyrir því að ákveða tengipunkt við kerfi Landsnets í Ísafjarðardjúpi. Komið hefur fram að slíkur tengipunktur myndi muna miklu…

Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar að kennurum

Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar að kennurum

Nú þegar vetrarstarfið er að hefjast hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar miðstöðin eftir áhugasömu fólki til kennslu á ýmsum sviðum, bæði á námskeiðum og lengri námsleiðum. Óskað er eftir fólki með margþætta reynslu og menntun. Kennslan er stundakennsla og fer aðallega fram seinni part og á…