Fréttir frá lögreglunni á Vestfjörðum

Fréttir frá lögreglunni á Vestfjörðum

Í yfirliti um verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum sem birt er á Fésbókarsíðu hennar kemur fram að á þriðjudaginn fyrir viku óskaði starfsmaður Fiskistofu eftir aðstoð lögreglunnar vegna gruns um framhjálöndun í Bolungarvík. Það mál er til rannsóknar. Aðfaranótt 24. ágúst barst lögreglu…

Stígamót halda opinn fund á Hólmavík

Stígamót halda opinn fund á Hólmavík

Stígamót bjóða til opins fundar í Hnyðju Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu) mánudaginn 5. september kl. 17:15. Í vetur munu Stígamót bjóða upp á ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. Þar sem samtökin eru á leiðinni á Ísafjörð að kynna þjónustuna, verður einnig boðið upp…

Leikfélag Hólmavíkur með samlestra og aðalfund

Leikfélag Hólmavíkur með samlestra og aðalfund

Það er nóg um að vera hjá Leikfélagi Hólmavíkur þessa dagana. Samlestrar eru nú reglulega til að velja gott gamanleikrit fyrir haustið og allir eru velkomnir að taka þátt í því. Samlestur verður t.d. miðvikudaginn 31. ágúst í Hnyðju kl. 19:30. Miðvikudaginn…

Haustmarkaður á Hólmavík

Haustmarkaður á Hólmavík

Laugardaginn 10. september frá kl. 14-18 verður haustmarkaður við Hnyðju á Hólmavík (Þróunarsetrið við Höfðagötu). Þar gefst fólki tækifæri á að selja ýmsan varning, t.d. sultur, ber, grænmeti, kjöt, fisk eða önnur matvæli, handverk og í raun allt sem því…

Þróun heimahaganna: Hugmyndir og sjónarmið

Þróun heimahaganna: Hugmyndir og sjónarmið

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem vinnur nú að gerð svæðisskipulags fyrir þessi þrjú sveitarfélög hefur boðað til fundar í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi þriðjudaginn 6. september kl. 17.30-21:30. Áhugasamir eru velkomnir á fundinn, en annar slíkur var haldinn í Tjarnarlundi í lok…

Skemmtilegt bridgemót í Steinshúsi

Skemmtilegt bridgemót í Steinshúsi

Bráðskemmtilegt bridgemót var haldið af Bridgefélagi Hólmavíkur í Steinshúsi á Nauteyri á sunnudaginn. Keppt var í tvímenningi og voru 11 pör skráð til leiks. Dýrindis súpa var á boðstólum hjá Sigurði Sigurðssyni sem er vert á staðnum og góð verðlaun…

Kirkjubólsrétt að skríða saman

Kirkjubólsrétt að skríða saman

Unnið hefur verið af kappi undanfarna daga við að reisa nýja Kirkjubólsrétt við sunnanverðan Steingrimsfjörð, í samvinnu smiða og bænda. Réttin er nú farin að taka á sig mynd og skipulagið að koma í ljós, bæði dilkar og almenningur. Réttin…

Myndband Snorra Helga tekið á Drangsnesi

Myndband Snorra Helga tekið á Drangsnesi

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur gefið út ljómandi góða nýja plötu sem ber titilinn Vittu til og kom hún út um miðjan júlí. Nú hefur einnig komið út myndmband með tiltillaginu og er það aðgengilegt á Youtube rás Snorra. Strandamönnum til talsverðrar…

Svæðisleiðsögn fyrir Vestfirði kennd í haust

Svæðisleiðsögn fyrir Vestfirði kennd í haust

Nú í haust hefst nám í svæðisleiðsögn um Vestfirði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námið er þrjár annir og lýkur í desember 2017. Þetta er í fjórða sinn sem námið er í boði á svæðinu og hafa þeir hópar sem hafa útskrifast verið…

Bridgevertíðin að hefjast - tvímenningur á Nauteyri

Bridgevertíðin að hefjast – tvímenningur á Nauteyri

Bridgevertíðin er að hefjast, en að venju byrja Strandamenn vetrarstarfið á að spila bridge saman á haustmóti í ágústlok. Að þessu sinni verður haldið mót í Steinshúsi á Nauteyri sunnudaginn 28. ágúst kl. 13:00 og ætla félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur að fjölmenna, brottför frá…