Jón og Ásdís unnu Kaffikvörn Náttúrubarnaskólans

Jón og Ásdís unnu Kaffikvörn Náttúrubarnaskólans

Í kvöld stóð Náttúrubarnaskólinn fyrir skemmtilegum spurningaleik fyrir alla fjölskylduna á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Leikurinn er í anda Pub Quiz þar sem 2-3 eru saman í liði og reyna liðin að svara allskonar spurningum sem í þessu tilviki tengjast flestar náttúrunni á einn eða…

Héraðsmót HSS á föstudag

Héraðsmót HSS á föstudag

Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) í frjálsum íþróttum verður haldið á Sævangsvelli föstudaginn 22. júlí og hefst það kl. 16:00. Það var áður á dagskrá 10. júlí, en þá varð vegurinn í og úr Árneshreppi ófær. Elísabet Kristmundsdóttir tekur við skráningum á netfanginu framkvhss@mail.com, en þeir sem…

Bætt fjarskipti í Árneshreppi

Bætt fjarskipti í Árneshreppi

Samkvæmt frétt á ruv.is er nú verið að ljúka við að koma upp nýjum fjarskiptasendum á Finnbogastaðafjalli í Árneshreppi. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjár vikur og er stefnt að verklokum í dag. Þarna verða sendar fyrir 4G farsíma-…

Lærið að gera jurtaseiði

Lærið að gera jurtaseiði

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum stendur fyrir jurtanámskeiði fyrir fullorðna miðvikudaginn 20. júlí kl. 19:30-22:30 í Sævangi. Þar munu þátttakendur fræðast um notkun plantna á fyrri tímum og hvernig er best að bera sig að við tínslu þeirra og varðveislu. Á námskeiðinu verða búin til fjögur mismunandi…

Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fengu menningarverðlaun

Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fengu menningarverðlaun

Menningarverðlaun Strandabyggðar voru afhent á dögunum á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt og þetta árið Sauðfjársetur á Ströndum verðlaunin og farandgripinn Lóuna til varðveislu. Sauðfjársetrið hefur áður fengið menningarverðlaunin árið 2013 og sérstaka viðurkenningu í tengslum…

Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Norðurfirði

Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Norðurfirði

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson er á leiðinni í Árneshrepp á Ströndum og ætlar að halda tónleika á Kaffi Norðurfirði laugardaginn 16. júlí. Hefjast tónleikarnir klukkan 21:00 og aðgangseyri er kr. 2.500.- Eldhúsið á kaffihúsinu lokar því kl. 19 þennan dag og gert tilbúið fyrir tónleikana.

Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík starfar áfram

Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík starfar áfram

Í frétt á ruv.is þann 14. júlí, kemur fram að Finnbogastaðaskóli, grunnskólinn í Árneshreppi á Ströndum, mun halda áfram starfsemi sinni á næsta skólaári. Skólastarfið var í nokkurri óvissu þar sem það leit um tíma út fyrir að einungis einn nemandi yrði…

Dillur í Hnyðju

Dillur í Hnyðju

Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, sýndi á sér nýja hlið á dögunum þegar hún opnaði málverkasýningu í Hnyðju á Hólmavík á bæjarhátíðinni Hamingjudögum. Myndirnar eru merktar AnKrJó og eru sérstaklega glaðlegar. Þær eru ýmist unnar á krossvið eða bleyjuléreft og Andrea…

Margt á döfinni hjá Náttúrubarnaskólanum

Margt á döfinni hjá Náttúrubarnaskólanum

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir…

Frummatsskýrsla og kynningarfundir um umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar

Frummatsskýrsla og kynningarfundir um umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar

Vesturverk hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Allir geta kynnt sér skýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér á vefnum og á skrifstofu Árneshrepps, hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í Norðurfirði, Skipulagsstofnun og í…