Náttúrubörn, furðuleikar og fjör í Sævangi

Náttúrubörn, furðuleikar og fjör í Sævangi

Mikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík, sem haldnir verða 1.-3. júlí. Fimmtudaginn 30. júní frá kl. 13-17 verður Náttúrubarnaskólinn sem rekinn er innan vébanda safnsins með námskeið með hamingjuþema fyrir börn…

Skipað hefur verið í  Vestfjarðanefndina

Skipað hefur verið í Vestfjarðanefndina

Á fundi ríkisstjórnarinnar í lok maí var samþykkt að skipa nefnd til að vinna aðgerðaáætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Miklar vonir hafa verið bundar við störf þessarar nefndar og hefur nú verið skipað í hana. Formaður nefndarinnar er Ágúst Bjarni…

Hamingjudagar um næstu helgi

Hamingjudagar um næstu helgi

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin um næstu helgi og verður þar að venju mikið um dýrðir. Allar upplýsingar um dagskrá má finna á vef hátíðarinnar: www.hamingjudagar.is. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir hátíðinni og ferðaþjónar og menningarfélög taka…

Leikjanámskeið Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar í næstu viku

Leikjanámskeið Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar í næstu viku

Nú er lokið einu vikulöngu leikjanámskeiði í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi við Steingrímsfjörð í samstarfi við sveitarfélagið Strandabyggð. Annað vikunámskeið er framundan dagana 20.-24. júní 13:00-17:00 (5 dagar). Námskeiðið eru hugsað fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Það er niðurgreitt af sveitarfélaginu…

Dagur hinna villtu blóma í Sævangi

Dagur hinna villtu blóma í Sævangi

Þann 19. júní klukkan 16:00 verður dagur hinna villtu blóma haldinn í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi í samvinnu við Flóruvini og Náttúrustofu Vestfjarða og eru allir hjartanlega velkomnir! Dagrún Ósk verður með stutta kynningu á Náttúrubarnaskólanum, svo verður Hafdís Sturlaugsdóttir með…

Sýningaropnun og minnisvarði í Kört

Sýningaropnun og minnisvarði í Kört

Þann 19. júní verður opnuð sýning og afhjúpaður minnisvarði um Guðrúnu Bjarnadóttur (1770-1859) í minjasafninu Kört í Trékyllisvík og hefst viðburðurinn kl. 13:30. Í tilefni opnunarinnar verða léttar veitingar í boði og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin ber yfirskriftina Gunna fótalausa en…

Sjómannadagurinn á Hólmavík

Sjómannadagurinn á Hólmavík

Að venju verður glæsileg dagskrá í boði björgunarsveitarinnar Dagrenningar á sjómannadaginn. Sunnudaginn 5. júní verður marhnútaveiðikeppni fyrir ungu kynslóðina kl. 10:00. Verðlaunaskjöl verða afhent fyrir flesta veidda fiska, mesta veginn afla auk þess fyrir stærsta og minnsta fiskinn. Klukkan 12:00 byrjar…

Leikjanámskeið Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar

Leikjanámskeið Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar

Í júní verða tvö leikjanámskeið í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi við Steingrímsfjörð í samstarfi við sveitarfélagið Strandabyggð. Fyrri vikan er dagana 13.-16. júní frá klukkan 13:00-17:00 (4 dagar). Seinni vikan er svo 20.-24. júní 13:00-17:00 (5 dagar). Námskeiðin eru hugsuð fyrir…