Þorgeir Pálsson býðst til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi

Þorgeir Pálsson býðst til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi

Tilkynning frá Þorgeiri Pálssyni, Hólmavík  Framboð á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2016.  Ég er Vestfirðingur; fæddur á Hólmavík 10.04.1963 og er í sambúð með Hrafnhildi Skúladóttur (20.12.1974) frá Þingeyri. Móðurættin mín er frá Suðureyri í Tálknafirði, en föðurættin af…

Félag Pírata á Ströndum stofnað

Félag Pírata á Ströndum stofnað

 Boðað hefur verið til stofnfundar félags Pírata á Ströndum og verður hann haldinn fimmtudaginn 19. maí klukkan 20-21.30 á Galdrasafninu á Hólmavík, efri hæð. Fundarefni eru stofnun félags Pírata á Ströndum, kynningarmál og framboðsmál og þar með áherslur fyrir komandi kosningar. Fundarboðendur…

Þjóðfræðisprell og eftirhermukeppni á Hólmavík - allir velkomnir!

Þjóðfræðisprell og eftirhermukeppni á Hólmavík – allir velkomnir!

Föstudaginn 20. maí verður dagskrá sem ber yfirskriftina Þjóðfræðisprell á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Húsið opnar 17:30 en dagskráin byrjar 18:00 og eru allir sem áhuga hafa hjartanlega velkomnir í fjörið. Það er Kristín Einarsdóttir stundakennari í þjóðfræði við HÍ sem er að…

Listamannaþing í Sævangi

Listamannaþing í Sævangi

Félag vestfirskra listamanna heldur svokallað Listamannaþing laugardaginn 21. maí í Sauðfjársetrinu í Sævangi kl. 13-15:30. Slíkt þing hefur verið árlega síðustu árin, en þingið er nú í fyrsta sinn haldið á Ströndum. Listamannaþingið verður mannfagnaður fyrir öll skilningarvit: á ferðinni fróðleikur,…

Hringferðin á Drangsnesi

Hringferðin á Drangsnesi

Þrír ungir tónlistarmenn eru nú á hringferð um landið og halda tónleika um víðan völl undir yfirskriftinni Hringferðin. Þau koma að sjálfsögðu við á Ströndum og Hringferðin verður með tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi föstudaginn 13. maí og hefjast þeir kl. 22. Aðgangseyrir…

Handavinnusýning á Hólmavík

Handavinnusýning á Hólmavík

Í dag (fimmtudag) verður haldin sýning á munum unnum af íbúum Strandabyggðar 60 ára og eldri í aðstöðu félagsstarfs aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin verður opin frá kl. 18-20 fimmtudaginn 12. maí 2016 og þar gefur að líta margvíslega…

Hvöss suðvestanátt í kvöld (þriðjudag)

Hvöss suðvestanátt í kvöld (þriðjudag)

Í stöðuuppfærslu á Facebook-vef Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík er varað við hvassri suðvestanátt á Ströndum. Þar segir að lognið muni flýta sér helst til mikið í kvöld og þau sem séu farin að viðra trampólínin ættu að koma þeim í skjól eða í það…

Bófaleikur á Hólmavík

Bófaleikur á Hólmavík

Það verður fjör á Hólmavík á föstudaginn 13. maí, því þá mætir Hólmvíkingurinn Flosi Helgason til Hólmavíkur og ætlar sér að standa fyrir leik fyrir börn, fullorðna og alla þá sem áhuga hafa. Í skeyti frá Flosa segir: „Já, nú er komið að því, Bófaleikur…

Landinn skoðar vegagerð í Bjarnarfirði

Landinn skoðar vegagerð í Bjarnarfirði

Í Landaþætti í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var fjallað um vegagerð í Bjarnarfirði sem nú stendur yfir, en verið er að leggja nýjan rúmlega 7 km langan veg yfir Bjarnarfjarðarháls að Svanshóli. Þátturinn er aðgengilegur á Sarpinum á vef Rúv til…

Afreka- og Strandametaskrá í frjálsum íþróttum

Afreka- og Strandametaskrá í frjálsum íþróttum

Á ársþingi Héraðssambands Strandamanna (HSS) í vikunni kom fram að nú er hægt að nálgast nýja afrekaskráí frjálsum íþróttum á heimasíðu HSS undir liðnum Afrekaskrá. Um er að ræða exelskjal, stútfullt af margvíslegum afrekunum í ólíkum aldursflokkum og er hægt…