Útsvarslið Strandabyggðar stóð sig vel

Útsvarslið Strandabyggðar stóð sig vel

Þótt Útsvarslið Strandabyggðar stæði sig vel í sjónvarpssal í gærkveldi var við ofurefli að etja þar sem fyrir var lið Fjarðabyggðar. Þar fóru vitringarnir þrír á kostum og höfðu sigur. Strandamenn gerðu þó gott sjónvarp og skemmtu sér og áhorfendum…

Skötuhlaðborð á Café Riis

Skötuhlaðborð á Café Riis

Laugardaginn 19. desember verður skötuhlaðborð á Café Riis á Hólmavík og hefst kl. 19. Þar verður að venju margvíslegt góðgæti á boðstólum, sigið og kæst, sviðið og saltað og súrsað. Pantanir eru í síma 451-3567 eða 897-9756.

Jólaskemmtun í Hólmavíkurkirkju

Jólaskemmtun í Hólmavíkurkirkju

ATH: Frestað til 27. des. Kvöldskemmtun verður haldin í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 20:00. Það eru Kvennakórinn Norðurljós, Kór Hólmavíkurkirkju og Leikfélag Hólmavíkur sem standa fyrir skemmtuninni, söng og upplestri. Aðgangseyrir er enginn, en tekið verður við frjálsum framlögum…

Hátíð fer í hönd á Hólmavík

Hátíð fer í hönd á Hólmavík

Veglegir jólatónleikar verða haldnir í Hólmavíkurkirkju þann 11. desember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Hátíð fer í hönd. Þar mæta vestfirskir tónlistarmenn og troða upp, margir þeirra Strandamönnum að góðu kunnir og flytja jólaperlur úr ýmsum áttum.  Flytjendur eru Dagný Hermannsdóttir, Hjalti Karlsson, Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð…

Strandabyggð keppir við Fjarðabyggð 18. des.

Strandabyggð keppir við Fjarðabyggð 18. des.

Gáfulegu gleðigjafarnir í keppnisliði Strandabyggðar sem komust í aðra umferð spurningaleiksins Útsvars eins og frægt er orðið, munu etja kappi við ógnarsterkt lið Fjarðabyggðar föstudaginn 18. desember. Í Strandabyggðarliðinu eru Þorbjörg Matthíasdóttir frá Húsavík, Sverrir Guðmundsson á Hólmavík og Arnar Snæberg Jónsson frá Steinadal. Mikil…

Seinni hluti hringtengingar boðin út

Seinni hluti hringtengingar boðin út

Ríkiskaup hefur nú fyrir hönd Fjarskiptasjóðs boðið út seinni áfanga við hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, en þá á að tengja saman Hólmavík og Ísafjörð með stofnstreng. Ljósleiðari er nú þegar á hluta af leiðinni. Fjarskiptasjóður hyggst gera samning við hæfan bjóðanda í verkið, þann…

Orkubú Vestfjarða styrkir samfélagsverkefni

Orkubú Vestfjarða styrkir samfélagsverkefni

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum og að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.000.000.-í framlög. Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 12. desember nk og er stefnt að því að þeim verði…

Óveðrið á Ströndum

Óveðrið á Ströndum

Ekki varð eins hvasst við Steingrímsfjörð á Ströndum og víða annars staðar í óveðrinu mikla sem gekk yfir landið síðastliðna nótt. Þannig sýndi vindmælir í Skeljavík við Hólmavík mest 24 m/s vindhraða, en hviður upp á 32 m/s. Í Árneshreppi varð töluvert hvassara, en…

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 16.30. Stjórnandi er Ágota Joó, einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir og Vilberg Viggósson leikur undir á píanó. Hugvekju flytur Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir…

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Nú er í annað skipti auglýst eftir styrkumsóknum til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða sem rekinn er innan vébanda sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Uppbyggingarsjóður veitir styrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar- og nýsköpunar, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarstofnanna. Uppbyggingarsjóður varð til með…