Glæsileg norðurljós á Ströndum

Glæsileg norðurljós á Ströndum

Heilmikil norðurljós hafa prýtt næturhiminn á Ströndum síðustu kvöld og hafa margir verið á kreiki utandyra að njóta dýrðarinnar. Sveinn Ingimundur Pálsson á Hólmavík var úti með myndavélina í gærkveldi þegar norðurljósadýrðin var sem mest og smellti af glæsilegum myndum…

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Patró

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Patró

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 9. október kl 18.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf; Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár, endurskoðaður ársreikningur Ferðamálasamtaka Vestfjarða, drög að fjárhagsáætlun og verkefnaskrá, kosning þriggja stjórnarmanna og formanns…

Draugasaga í Sævangi

Draugasaga í Sævangi

Miðvikudagskvöldið 7. okt. verður einleikurinn Draugasaga frumsýndur í félagsheimilinu Sævangi. Það er Leikfélag Hólmavíkur sem setur verkið upp í samvinnu við Sauðfjársetur á Ströndum. Leikritið Draugasaga er eftir Jón Jónsson á Kirkjubóli og var skrifað á síðasta ári. Það byggir…

Fundur um óáþreifanlegan menningararf

Fundur um óáþreifanlegan menningararf

Fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 fer fram samræðu- og kynningarfundur um óáþreifanlegan menningararf á Restaurant Galdri á Hólmavík. Fundurinn er liður í verkefni sem Þjóðlist og dr. Guðrún Ingimundardóttir vinna fyrir menningarmálaráðuneytið og felst í því að kynna sáttmála UNESCO um verndun…

Höfnin í Norðurfirði stækkuð

Höfnin í Norðurfirði stækkuð

Fram kemur á vef Rúv í nýrri frétt að ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir til að stækka höfnina í Norðurfirði. Verktakafyrirtækið Tígur í Súðavík tekur að sér verkið og er kostnaður um 23 milljónir. Árneshreppur mun fjármagna verkefnið að hluta og…

Fjórðungsþing að hefjast á Patreksfirði

Fjórðungsþing að hefjast á Patreksfirði

60. Fjórðungsþing Vestfirðinga er haldið í dag 2. október og á morgun 3. október. Aðalumfjöllunarefni þingsins eru málefni framhaldsskólans og málefni fatlaðs fólks. Einnig liggja fyrir þinginu tillögur að nýrri stefnmörkun sambandsins og breytingar á samþykktum þess. Efni þingsins m.a….

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 7. október, kl 17:30 í Hnyðju á Hólmavík. Á dagskrá aðalfundar eru samkvæmt samþykktum félagsins; Kosning nýrrar stjórnar, Kynning reikninga, Ávarp íþrótta- og tómstundafulltrúa og Önnur mál. Allir foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir.  

Leitað að verslunarstjóra í Norðurfirði

Leitað að verslunarstjóra í Norðurfirði

Á vef ruv.is kemur fram að enginn hefur fengist til að reka verslunina í Norðurfirði í Árneshreppi í vetur. Verslunin er útibú frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í Hólmavík. Staðan hefur verið auglýst síðan í sumar en enginn verið ráðinn. Í fréttinni segir Eva…