Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Sweeney Todd

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Sweeney Todd

Leikfélag Hólmavíkur hefur undanfarnar vikur æft af kappi leikritið Sweeney Todd – morðóði rakarinn við Hafnargötuna. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson. Verkið verður frumsýnt á Hörmungardögum laugardagskvöldið 21. febrúar kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Næstu sýningar verða svo mánudaginn 23. febrúar…

Dagskrá Hörmungardaga á Hólmavík

Dagskrá Hörmungardaga á Hólmavík

Nú um helgina er hátíðin Hörmungardagar á Hólmavík haldin annan veturinn í röð og er það sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir gleðskapnum. Hugmyndin er í og með að skapa ákveðið mótvægi við Hamingjudaga sem haldnir hafa verið á sumri hverju í áraraðir. Í…

Viðar Guðmundsson í ársleyfi frá sveitarstjórn Strandabyggðar

Viðar Guðmundsson í ársleyfi frá sveitarstjórn Strandabyggðar

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 10. febrúar  var tekið fyrir erindi frá Viðari Guðmundssyni sveitarstjórnarmanni af J-lista þar sem hann óskaði eftir ársleyfi frá störfum í sveitarstjórn Strandabyggðar og fræðslunefnd. Var erindið samþykkt. Ásta Þórisdóttir, fyrsti varamaður af J-lista tekur sæti Viðars…

Hugleiðing um hörmungarlíf

Hugleiðing um hörmungarlíf

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 16:00 (á Hörmungardögum í Strandabyggð) verður sögustund í Sævangi, þar sem Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli flytur erindið: Hugleiðing um hörmungarlíf: Stutta-Sigga, Jóhann beri og fleira fólk. Kaffihlaðborð á 1.500 kr. fyrir fullorðna og 800 kr. fyrir 6-12 ára…

Búið að opna veginn um Skeljavík

Búið að opna veginn um Skeljavík

Vegurinn um Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík, var opnaður á áttunda tímanum í kvöld, en unnið hefur verið að bráðabirgðaviðgerð í allan dag. Fjöldi fólks hafði beðið þeirrar stundar, beggja vegna við skarðið í veginum. Það var lækurinn Hvítá sem…

Vegurinn í Staðardal opnaður um hádegi

Vegurinn í Staðardal opnaður um hádegi

Rúta með um 60 farþega, aðallega nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, er væntanleg til Hólmavíkur um hádegisbil. Þá ætti að verða mögulegt að aka yfir skarðið í veginn í Staðardal, rétt innan við vegamótin að Drangsnesi, en viðgerð hefur staðið yfir þar í…

Vegir í sundur vegna vatnavaxta

Vegir í sundur vegna vatnavaxta

Þjóðvegurinn er lokaður beggja vegna Hólmavíkur vegna gríðarlegra vatnavaxta í gær. Vegurinn fór í sundur fyrir kvöldmat í gær við Hvítá sem venjulega er sakleysislegur lækur sem rennur í Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík. Í vatnavöxtunum í gær hætti ræsið að…