Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur 2014

Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur 2014

Leikfélag Hólmavíkur mun núna fyrir jólin birta leikritið Jóladagatalið á vefnum í leiklesinni útvarps- og netútgáfu. Fyrsti búturinn er kominn á netið og síðan munu þeir birtast einn á dag til jóla. Leikritið Jóladagatalið var samið af félögum í Leikfélagi Hólmavíkur og fyrst sýnt…

Söngvakeppnin SamVest í Ozon

Söngvakeppnin SamVest í Ozon

Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík stendur fyrir söngvakeppni Samvest á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 9. desember og hefst skemmtunin kl. 20:00. Þarna ætla krakkarnir í Ozon að flytja tónlistaratriði sem keppa sín á milli um að komast á Vestfjarðakeppi SamVest síðar í…

Jólatónleikar Lóuþræla á Borðeyri

Jólatónleikar Lóuþræla á Borðeyri

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri fimmtudaginn 11. desember kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 17. desember kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvari er Úlfar Trausti Þórðarson. Kynnir er sr. Magnús…

Kvennakórinn Norðurljós með kökubasar

Kvennakórinn Norðurljós með kökubasar

Föstudaginn 12. desember verður kökubasar í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík sem Kvennakórinn Norðurljós stendur fyrir. Kökubasarinn stendur frá klukkan 15:000 og þar til birgðir klárast. Strandamenn eru hvattir til að gera að kaupa eitthvað gómsætt fyrir jólin, allskonar hnallþórur, kökur og brauð.

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin

Jólin nálgast óðfluga og það var jólalegt um að litast á Hólmavík í morgun, snjór yfir öllu og ljósin setja svip á bæinn. Jón Vilhjálmsson var að skreyta jólatréð við Hafnarbraut 21, en það setur jafnan mikinn svip á jólaskreytingarnar…

Aðventuhátíð kórs Átthagafélagsins 14. des.

Aðventuhátíð kórs Átthagafélagsins 14. des.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 14. desember kl. 16.30. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó, einsöngvari er Kristján Jóhannsson og Vilberg Viggósson leikur á píanó. Hugvekju flytur Hans Guðberg Alfreðsson. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, frítt…

Jólaföndur hjá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík

Jólaföndur hjá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík ætlar að bjóða upp á jólaföndur í dag, fimmtudaginn 4. desember, kl. 18:00-20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á staðnum verður til sölu heitt súkkulaði og smákökur gegn vægu gjaldi. Einnig er hægt að kaupa föndurvarning hjá Ingu…

Kolaport á Hólmavík á sunnudaginn

Kolaport á Hólmavík á sunnudaginn

Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík heldur utan um Kolaport sem fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudaginn kemur, þann 7. desember. Borðapantanir fyrir þá sem vilja selja eru hjá Esther Ösp Valdimarsdóttur (tomstundafulltrui@strandabyggd.is). Ozon-liðar ætla sjálfir að selja merktar peysur (jólagjöfin í ár, mátun…

Aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju

Aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju

Aðventukvöld verður haldið í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 3. desember og hefst klukkan 19:30. Á dagskránni er kórsöngur, upplestur og almennur söngur. Allir eru velkomnir segir í dreifimiða frá sóknarpresti.  

Dagskráin í desember 2014

Dagskráin í desember 2014

Að venju er mikið um að vera í jólamánuðinum desember á Ströndum. Margvíslegar jólaskemmtanir og viðburðir eru á dagskránni fyrir íbúa á Ströndum og gesti þeirra, jólaböll og tónleikar, skemmtanir og gleði. Hér er birt yfirlit yfir það helsta sem…