Á skammri stund ...

Á skammri stund …

Veturinn nam land á Ströndum í gær, eins og víðar, vonandi þó aðeins tímabundið. Veðrabrigðin voru býsna mikil yfir daginn, eins og sést á meðfylgjandi myndaröð sem tekin var út um glugga á Þróunarsetrinu á Hólmavík. Efsta myndin er tekin kl. 9:00 í…

Myndir frá karaoke-keppni Café Riis

Myndir frá karaoke-keppni Café Riis

Það ríkti gríðarleg gleði á árlegri karaoke-keppni Café Riis sem haldin var í Bragganum á Hólmavík um síðustu helgi. Alls voru sjö flytjendur sem kepptu og allt að sjö keppendum sem stigu á svið í einu lagi. Hverjir flytjendur fluttu tvö lög og voru atriðin…

Guðsþjónusta í Hólmavíkurkirkju

Guðsþjónusta í Hólmavíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 19. október og hefst hún klukkan 14:00. Á sunnudagsmorguninn verður einnig barnastarf í Hólmavíkurkirkju klukkan 11:00. Allir eru velkomnir, segir í dreifibréfi sóknarprestsins á Hólmavík, séra Sigríðar Óladóttur.

ADHD á Mölinni á Drangsnesi

ADHD á Mölinni á Drangsnesi

Tónleikaröðin Mölin hefur senn göngu sína þriðja veturinn í röð og byrjar heldur betur með flugeldasýningu að þessu sinni. Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015 með tónleikum á Malarkaffi á Drangsnesi þriðjudagskvöldið 21. október næstkomandi. ADHD hefur verið starfandi síðan…

Ævisaga klénsmiðsins Þorsteins Þorleifssonar

Ævisaga klénsmiðsins Þorsteins Þorleifssonar

Nýlega kom út bókin Klénsmiðurinn á Kjörvogi. Þorsteinn Þorleifsson. Þar er sagt frá Þorsteini bónda, járnsmið og uppfinningamanni (1824-1882) sem fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði…

Ljóða- og smásögukeppni á Ströndum

Ljóða- og smásögukeppni á Ströndum

Dagana 17.-23. nóvember (eftir mánuð) verður haldin Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð. Á dagskránni verður m.a. bókakaffi, ljóða- og smásögukeppni og heimsókn frá Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Það er yngri kynslóðin á Ströndum sem stendur fyrir þessari hátíð með stuðningi…

Framkvæmdir við sjóvarnargarð á Hólmavík

Framkvæmdir við sjóvarnargarð á Hólmavík

Framkvæmdir eru hafnar á Hólmavík við að lengja sjóvarnargarð við Rifshaus á Hólmavík um 120 metra, nánar tiltekið við enda Höfðagötunnar, neðan við hús Trésmiðjunnar Höfða sem áður var þekkt undir nafninu fiskimjölsverksmiðjan. Verkið var boðið út um miðjan september og…

Sviðaveisla í Sævangi 25. október

Sviðaveisla í Sævangi 25. október

Það verður mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október, en þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Fullt hús hefur verið síðustu tvö ár á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu og nokkur hefð komin á skemmtunina. Á boðstólum verða ný heit…

Námskeið í ullarþæfingu á Sauðfjársetrinu

Námskeið í ullarþæfingu á Sauðfjársetrinu

Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu laugardaginn 1. nóvember næstkomandi. Leiðbeinandi verður listakonan Margrét Steingrímsdóttir sem einnig var með námskeið í þæfingu á Sauðfjársetrinu á síðasta ári. Þá var einnig uppi sýning á verkum hennar á listasviðinu á Sauðfjársetrinu í Sævangi sumarið 2013. Námskeiðið er 4 klukkustundir og hentar bæði byrjendum og…

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur á sunnudag

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur á sunnudag

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldin í Félagsheimilinu á Hómavík sunnudaginn 19. október og hefst fjörið kl. 16:00. Á dagskrá eru að venju hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar og síðan fjörugar umræður um starfið framundan. Síðasta vetur hefur verið skemmtilegt hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Leikritið Skilaboðaskjóðan var…