Talningu lokið í Árneshreppi

Talningu lokið í Árneshreppi

Talningu er lokið í hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi en þar var óhlutbundin kosning. Í sveitarstjórn voru kjörin, samkvæmt vef ruv.is, þau Guðlaugur Agnar Ágústsson sem hlaut flest atkvæði, en aðrir sem kosnir voru eru Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna…

Talningu lokið í Kaldrananeshreppi

Talningu lokið í Kaldrananeshreppi

  Talningu er lokið í Kaldrananeshreppi á Ströndum, en þar var óhlutbundin kosning. Kosningin fór þannig að þeir sem flest atkvæði fengu og eru þar með aðalmenn í sveitarstjórn eru Finnur Ólafsson 47 atkvæði, Jenný Jensdóttir 38 atkvæði, Magnús Ásbjörnsson 33…

J-listinn fékk 3 í Strandabyggð

J-listinn fékk 3 í Strandabyggð

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna er fengin í Strandabyggð, en öll atkvæði hafa verið talin. Þrír listar voru í boði. Kosningin fór þannig að E-listi Strandamanna fékk 85 atkvæði og 1 mann, F-listi Óháðra kjósenda 80 atkvæði og 1 mann, en sigurvegari kosninganna er…

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum – frestur til 13. júní

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum – frestur til 13. júní

Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli menningarsamnings ríkisins við Fjórðungssamband Vestfirðinga og er frestur til að sækja um til og með föstudeginum 13. júní. Styrkir verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrkir til…

Fróðleiksfýsn Strandamanna - handrit og bækur

Fróðleiksfýsn Strandamanna – handrit og bækur

Ný sýning verður opnuð á Galdrasafninu á Hólmavík á sunnudaginn kemur, þann 18. maí kl. 14:00. Þar verða sýndar bækur og handrit sem varðveist hafa á Sandnesi og einnig ljósmyndir og umfjöllun um handrit af svæðinu sem varðveitt eru á Landsbókasafninu. Í handritunum er ýmislegt skemmtiefni…

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 14. maí og fimmtudaginn 15. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 19.30. Aðgangur að vortónleikum Tónskólans er ókeypis og dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg!  Allir eru hjartanlega velkomnir og vefurinn strandir.is hvetur…

Þrír listar bjóða fram í Strandabyggð

Þrír listar bjóða fram í Strandabyggð

Kosið verður á milli þriggja lista í sveitarstjórnarkosningum í Strandabyggð þann 31. maí næstkomandi. Þeir sem bjóða fram eru E-listi Strandamanna, F-listi óháðra kjósenda og J-listi félagshyggjufólks. Kjörstjórn Strandabyggðar hefur nú úrskurðað alla listana gilda og sent frá sér tilkynningu…

Háskólalestin heimsækir Strandir

Háskólalestin heimsækir Strandir

Undanfarin ár hefur Háskólalestin ferðast um landið við miklar vinsældir. Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar og fjölmennir fólk á öllum aldri á skemmtilega…

Klasasamstarf í ferðaþjónustu á Íslandi - kynning á Hólmavík

Klasasamstarf í ferðaþjónustu á Íslandi – kynning á Hólmavík

Iceland Tourism klasasamstarfið verður kynnt fyrir fyrirtækjum á Ströndum og í nágrenni fimmtudaginn 8. maí, kl 15:00-16:30 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þorgeir Pálsson, verkefnastjóri Iceland Touriusm, sér um kynninguna. Um er að ræða samstarf yfir 60 fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi,…