Vegurinn í Árneshrepp opnaður

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag og eru nú merktir hálkublettir á leiðinni norður í Norðurfjörð á vef Vegagerðarinnar. Á vefnum www.litlihjalli.is kemur fram að byrjað var að moka veginn í gær bæði að norðan og sunnan. Nokkur snjóflóð höfðu fallið á veginn,…

Íbúar í hreppunum þremur á Ströndum 664 talsins

Íbúar í hreppunum þremur á Ströndum 664 talsins

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum eru íbúar í hreppunum þremur á Ströndum  664 talsins þann 1. janúar síðastliðinn. Fjöldinn skiptist þannig að 506 eiga lögheimili í Strandabyggð, 105 í Kaldrananeshreppi og 53 í Árneshreppi. Nokkur stöðugleiki hefur…

Öskudagsball á Hólmavík

Öskudagsball á Hólmavík

Miðvikudaginn 5. mars kl. 17:00 verður haldið árlegt Öskudagsball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það eru foreldrafélög Grunnskólans og Leikskólans Lækjarbrekku sem sjá til skiptis um ballið og eru allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta í búningi. Ef að…

Rafmagnstruflanir á Ströndum

Rafmagnstruflanir á Ströndum

Rafmagnið fór af Ströndum í gærkveldi um 22:30 og kom í ljós að bilun var á Tröllatunguheiði. Þar hafði raflínan slitnað og slár á staurum gengið úr skorðum. Tæpan hálftíma tók að koma varaaflinu af stað og rafmagni á að nýju,…

Kynning á Vaxtarsprotum á súpufundi

Kynning á Vaxtarsprotum á súpufundi

Fimmtudaginn 6. mars verður Nýsköpunarmiðstöð Íslands með kynningu á verkefninu Vaxtarsprotar á súpufundi á Hólmavík. Súpufundurinn er að venju haldinn á Café Riis og hefst kl. 12:05. Verkefnið Vaxtarsprotar er 38 stunda námskeið, kennt að mestu í gegnum tölvu, og…

Bollukaffi og spurningaleikurinn Kaffikvörn

Bollukaffi og spurningaleikurinn Kaffikvörn

Sunnudaginn 2. mars kl. 14:00 -17:00 verður Bollukaffi í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Á boðstólum er hlaðborð með alls konar bollum í tilefni bolludagsins á mánudaginn. Þá er spurningaleikurinn Kaffikvörn á dagskránni, en það er spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna í anda…

Héraðsmót HSS í badminton

Héraðsmót HSS í badminton

Héraðsmót HSS (Héraðssambands Strandamanna) var haldið laugardaginn 1. mars og var keppt í einum opnum flokki í tvíliðaleik. Að þessu sinni stóðu Þorsteinn Newton og Jón Jónsson uppi sem sigurvegarar eftir keppni dagsins, en Bjarki Guðlaugsson og Jón E. Halldórsson…

Vel sótt Góugleði á Hólmavík

Vel sótt Góugleði á Hólmavík

Árleg Góugleði var haldin á Hólmavík í gær og var vel sótt. Að venju eru það karlarnir sem sjá um góublótið á Hólmavík og er á hverri góu kosið í næstu 8-10 manna nefnd til að sjá um næstu hátíð….

Sundlaugin á Hólmavík lokuð tímabundið

Sundlaugin á Hólmavík lokuð tímabundið

Í tilkynningu frá Strandabyggð kemur fram að því miður verður sundlaugin og heitu pottarnir á Hólmavík lokuð um óákveðinn tíma frá og með laugardeginum 1. mars. Vegna bágrar vatnsstöðu í lónum Landsvirkjunar er ekki hægt að afhenda svokallaða „ótrygga orku“,…