Göngudagur fjölskyldunnar

Göngudagur fjölskyldunnar

Ungmennafélagið Geislinn á Hólmavík og Ungmennafélagið Hvöt í Tungusveit ætla að ganga saman á Göngudegi fjölskyldunnar 29. ágúst 2013 og eru allir velkomnir að taka þátt. Mætum er við Kirkjuból í Steingrímsfirði kl. 18:00 og þaðan verður gengið á Kirkjubólsfjall. Göngumenn geta valið…

Dreifnámið á Hólmavík komið af stað

Dreifnámið á Hólmavík komið af stað

Mikilvægur áfangi í skólamálum á Ströndum var stiginn í dag, þegar kennsla hófst í framhaldsskóladeild á Hólmavík. Kennt er frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en skólastofa nemendanna í dreifnáminu á Hólmavík er í Þróunarsetrinu við Höfðagötu. Hægt verður að…

Vetrarstarf kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

Vetrarstarf kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

Nú fer vetrarstarf kvennakórsins Norðurljósa á Hólmavík brátt að hefjast og verður margt skemmtilegt á dagskrá í vetur. Kórinn ætlar til Skotlands í byrjun aðventu, og einnig eru á dagskrá vetrarins jólatónleikar og landmót kvennakóra á Akureyri í maí. Fyrsta…

Langmest landað af krókamakríl á Hólmavík

Langmest landað af krókamakríl á Hólmavík

Í nýjustu Fiskifréttum og á www.fiskifrettir.is kemur fram að í sumar hefur rúmum 1.000 tonnum af makríl verið landað á Hólmavík sem er langhæsta löndunarhöfnin fyrir krókamakríl. Helmingi alls makríls sem veiðst hefur á handfærin hefur verið landað á Hólmavík. „Aflahrotan við…

Íslandsmeistaramót í hrútadómum á laugardaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsti viðburður ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 17. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan…

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum

Barnamót Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldið sunnudaginn 18. ágúst kl. 13:00 á félagssvæði Ungmennafélagsins Leifs heppna á íþróttavellinum í Árnesi í Trékyllisvík. Barnamótið er ætlað fyrir keppendur sem eru 12 ára og yngri. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu og grillaðar…

Tónleikar í Djúpavík

Tónleikar í Djúpavík

Laugardaginn 10. ágúst, kl. 22:00, heldur Anna Jónsdóttir tónleika í gamla lýsistanknum í Djúpavík! Á dagskrá tónleikanna eru íslensk þjóðlög. Þar er að finna lýsingar á fólki, börnum, fuglum, dýrum, fegurð náttúrnnar, óblíðum náttúruöflum, ástinni, veðrinu, draugum, þar eru vögguvísur, heilræðavísur, eftirmæli, bænir…

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 11. ágúst

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 11. ágúst

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin sunnudaginn 11. ágúst og reyndar verða líka viðburðir á dagskrá hátíðarinnar daginn áður. Margt verður til gamans gert á Ólafsdalshátíðinni og er ókeypis aðgangur og skemmtiatriði. Dagskráin er birt hér að neðan. Nánari upplýsingar má fá…

40 makrílbátar á Hólmavík

40 makrílbátar á Hólmavík

Makrílævintýrið á Hólmavík heldur áfram og nú eru 40 makrílbátar á staðnum. Mikið var að gera við veiðar og löndun í gær og fram á nótt, en heldur rólegra hefur verið í morgun. Á einum sólarhring, þann 8. ágúst, komu…

Bundið slitlag alla leið á Drangsnes

Bundið slitlag alla leið á Drangsnes

Búið er að leggja bundið slitlag á nýja veginn við botn Steingrímsfjarðar og umferð var hleypt á hann á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi. Þannig er sá langþráði áfangi í höfn að nú er hægt að aka frá hringveginum um Bröttubrekku og Arnkötludal til Drangsness á…