Flugbrautin á Gjögri ekki malbikuð í ár

Flugbrautin á Gjögri ekki malbikuð í ár

Á bb.is kemur fram að flugbrautin á Gjögurflugvelli verður ekki malbikuð í ár, eins og stefnt var að. Öllum tilboðum sem bárust í klæðningu flugbrautarinnar var hafnað, en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið var frá Skagfirskum verktökum ehf. og…

Fróðleikur um fugla á Sauðfjársetrinu

Fróðleikur um fugla á Sauðfjársetrinu

Sunnudaginn 28. júlí kl. 16:00 munu Björk Guðjónsdóttir og Jón Hallur Jóhannsson segja frá rannsóknum sínum á fuglalífi á Ströndum, en þau hafa fylgst með og rannsakað fugla á Ströndum árum saman. Fróðleikurinn hefur yfirskriftina Breytingar á fuglalífi á Ströndum…

Erindi að Nýp á Skarðsströnd

Sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson heldur erindi á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 27. júlí kl. 14. Erindið fjallar um landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld. Saga Breiðafjarðarsvæðisins á 15. öld hefur iðulega verið sögð sem saga aðsópsmikilla landeigenda. Þetta stafar…

Reykhóladagar um helgina

Reykhóladagar eru haldnir hátíðlegir dagana 25.-28. júlí í ár og er mikil dagskrá, einkum föstudag og laugardag. Gamlar dráttarvélar gegna mikilvægu hlutverki í dagskránni á laguardaginn og keppt verður í dráttarvélafimi við Báta- og hlunnindasýninguna kl. 14:00. Á laugardagskvöld verður…

Stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík

Föstudaginn 26. júlí eru sannkallaðir stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík undir yfirskriftinni Þrjár klassískar og tveir prúðbúnir. Þær klassísku eru Signý Sæmundsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir en þær ætla að syngja nokkrar perlur Megasar, Gunnars Þórðarsonar og fleiri…

Bryggjuhátíð á Drangsnesi 20. júlí

Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru 2 ára eða 92 ára. Hátíðin hefst venju samkvæmt með…

Kaldalónshátíð – leiksýning og tónleikar í Dalbæ

Kaldalónshátíð, leiksýning og tónleikar, verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd sunnudaginn 14. júlí. Tónskáldið og læknirinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins, Nauteyrarhéraði, árið 1910. Víst var lífið þar ekki einsog í einföldum söngleik….

Fjöruferð og Kaffikvörn á Sauðfjársetrinu

Íslenski safnadagurinn er sunnudaginn 7. júlí og í tilefni dagsins verða viðburðir á Sauðfjársetri á Ströndum í Sævangi við Steingrímsfjörð. Opið er frá 10-18, safnakaffi á boðstólum í Kaffi Kind og frítt inn á sýningar safnsins í tilefni dagsins.Klukkan 15:00 verður…

Vitinn á Hólmavík málaður

Vitinn á Hólmavík málaður

Nú er verið að mála vitann á Hólmavík og sjá starfsmenn Strandabyggðar og vinnuskólinn um verkefnið. Vitinn á Hólmavík nálgast nú 100 ára aldurinn. Tvennum sögum fer af því hvort hann var reistur 1914 eða 1915, en alla vega var…

Skólahreystitæki tekin í notkun

Skólahreystitæki tekin í notkun

Í dag var samkoma í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík þar sem Ungmennafélagið Geislinn afhenti tæki til að æfa Skólahreysti. Hægt er að æfa armbeygjur, upphífingar, dýfur og að hanga sem lengst á stöng. Einnig hafði verið sett upp þrautabraut í íþróttasalnum….