Jörvagleði í Dölum - Sigvaldi Kaldalóns síðasta vetrardag

Jörvagleði í Dölum – Sigvaldi Kaldalóns síðasta vetrardag

Næstu daga verður haldin heilmikil vetrarhátíð í Dölum undir yfirskriftinni Jörvagleði. Leiksýningar, uppákomur og skemmtanir eru á dagskránni sem hefst strax síðasta vetrardag og stendur fram á sunnudag. Á dagskránni í kvöld eru tónleikar Þorrakórsins á Staðarfelli og leiksýning hjá Kómedíuleikhúsinu á Sigvalda Kaldalóns…

Makalaus sambúð: Leikferð og lokasýning á Hólmavík

Makalaus sambúð: Leikferð og lokasýning á Hólmavík

Síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á gamanleikritinu Makalaus sambúð sem haldin verður á Hómavík verður í kvöld, síðasta vetrardag og hefst kl. 20:00 í félagsheimilinu. Sýningum á verkinu er þó ekki lokið, því Leikfélag Hólmavíkur fer að venju með verkið í…

Breytingar á ferðum Vörumiðlunar

Þar sem Vörumiðlun ehf á Sauðárkróki hefur keypt flutningafyrirtækið af KM þjónustunni í Búðardal verða eftirfarandi breytingar á akstursleiðum og ferðum fyrirtækisins á Ströndum og Dölum. Ekið er alla daga í Búðardal og alla daga nema miðvikudaga til Hólmavíkur. Akstri um…

Ég var einu sinni frægur á Hólmavík

Ég var einu sinni frægur á Hólmavík

Leikritið Ég var einu sinni frægur, verður sýnt í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, föstudaginn 19. apríl. Í því leika stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir…

Menningarráð Vestfjarða styður margvíslega menningarstarfsemi

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Í fréttatilkynningu kemur fram að umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa…

Ferðakynning á Ströndum

FréttatilkynningFerðaskrifstofan Þemaferðir býður til ferðakynningar fimmtudaginn 11. apríl á Galdrasýningunni Hólmavík klukkan 17:30 og á Malarkaffi Drangsnesi klukkan 20:00. Sérstaklega verða kynntar tvær ferðir sem eru framundan, Í kjölfar víkinganna sem er 10 daga ferð til Orkneyja og Gengið á…

Vorfagnaður á Borðeyri

Vorfagnaður á Borðeyri

Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar í Hrútafirði verður að vorfagnaði og verður hann haldinn laugardaginn 13. apríl 2013 í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en viðburðurinn hefst kl. 20:30. Ljúffengur veislumatur verður á borðum og hljómsveitin Kopar leikur…

Tjaldið á Hólmavík í vikunni

Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður sýnt í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 9. apríl og miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00 báða dagana. Hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík leikur í verkinu undir stjórn Arnars S. Jónssonar, en uppsetningin…

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Norðurfirði

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Að venju verður lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið, þar sem sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að Árneshreppi. Sigurður Atlason á Hólmavík mun ekki gefa…

Kvennakórinn Norðurljós syngur syðra

Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 6. apríl næstkomandi og hefjast þeir klukkan 18.00. Hólmvíska söngdívan Heiða Ólafs kemur fram með kórnum og undirleikarar eru Kjartan Valdemarsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi Sigríður Óladóttir. Miðaverð 2.000.- fyrir fullorðna og…