
Ungmennaráð í Strandabyggð
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hefur skipað fulltrúa í fyrsta ungmennaráð sveitarfélagsins, samkvæmt nýrri reglugerð sem samþykkt hefur verið í sveitarstjórn Strandabyggðar. Ungmennaráð verður ráðgefandi um málefni ungs fólks og tilgangur þess er að efla umfjöllun innan stjórnsýslu sveitarfélagsins um…

Söngkeppni Ozon
Í kvöld, fimmtudaginn 31. janúar, fer hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fram í Grunnskólanum á Hólmavík. Valin verða þau atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem haldin verður á Ísafirði föstudaginn 8. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og…

Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hólmavík
Ekki urðu slys á fólki, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi við Höfðagötu á Hólmavík um hádegisbilið í dag. Slökkvilið Hólmavíkur slökkti eldinn og gekk slökkvistarf greiðlega, en miklar skemmdir urðu þó á húsinu og innanstokksmunum af völdum elds, reyks og…

Kosið um Strandamann ársins 2012
Strandamenn taka sér að venju allan janúarmánuð í að hugsa hlýlega til samferðamanna sinna, rifja upp hvað fólk hefur áorkað og afrekað á liðnu ári og hverjir hafa staðið sig vel í daglegu amstri. Nú er komið að síðari umferð í…

Mannbjörg varð
Aðsend grein: Matthías Lýðsson í Húsavík. Þegar bátum hekkist á, þeir stranda eða sökkva og svo giftusamlega tekst til að áhöfnin bjargast er oft notað orðalagið „mannbjörg varð“. En það er víðar en á sjó sem mannbjörg verður. Fyrir síðustu áramót…

Þorrablót á Hólmavík
Laugardaginn 26. janúar verður haldið hið árlega þorrablót í félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið opnar kl 19:30. Maturinn kemur frá Cafe Riis og hljómsveitin Þorraþrælar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Aldurstakmark á blótið er 18 ár, en drykkir eru ekki seldir…

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi birtur
Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem haldinn var í Borgarnesi í dag, var framboðslisti fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í vor samþykktur. Í efsta sætinu er Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og í 2. sæti er Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna. Fulltrúi Strandamanna…

Skíðamót og alþjóðlegur snjódagur
Sunnudaginn 20. janúar verður hinn alþjóðlegi Snjór um víða veröld dagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan og líka á Sröndum. Skíðafélag Strandamanna hvetur fólk til að fjölmenna á skíðasvæðið í Selárdal við Steingrímsfjörð þar sem dagskráin hefst kl. 13:00 með skíðagöngumóti með frjálsri aðferð…

Makalaus sambúð á Hólmavík
Æfingar eru að hefjast hjá Leikfélagi Hólmavíkur á gamanleiknum Makalaus sambúð eftir Neil Simon. Ásgeir Sigurvaldason hefur verið ráðinn leikstjóri og Leikfélagið auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í uppfærslunni, en í leikritinu eru 8 hlutverk. Einnig vantar að venju…

Kaffikvörn og félagsvist í Sævangi
Á sunnudaginn kemur verður haldinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi spurningaleikur í anda pub-quiz og er hann nefndur Kaffikvörn. Viðburðurinn verður í Sævangi sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00. Spurningar, gleði og gaman, og eru allir velkomnir. Verð er kr. 800 fyrir 12 ára og…