Breyttur opnunartími hjá Héraðsbókasafninu

Héraðsbókasafn Strandasýslu hefur auglýst breyttan opnunartíma, en nú verður opið alla virka daga frá 10:00-13:30. Einnig er opið á þriðjudagskvöldum frá 19:30-20:30. Fram kemur að bókasafnsskírteini kostar aðeins 2.900.- kr á ári og fjöldi bóka, tímarita, hljóðbóka, borðspila og myndbanda…

Ítalskt hlaðborð á Hólmavík

– vert´ekki að elda, komdu bara með alla fjölskylduna í hlaðborð til okkar! Þannig hljóðar tilkynning frá nemendum í 10. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sem standa fyrir matarhlaðborði í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar. Hlaðborðið er liður í söfnun þeirra…

Ítalskt hlaðborð á Hólmavík

– vert´ekki að elda, komdu bara með alla fjölskylduna í hlaðborð til okkar! Þannig hljóðar tilkynning frá nemendum í 10. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sem standa fyrir matarhlaðborði í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar. Hlaðborðið er liður í söfnun þeirra…

Söngkeppni Ozon frestað til fimmtudags

Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon sem vera átti í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. janúar, hefur verið frestað til fimmtudags 12. janúar. Ástæðan er leiðindaveður sem nú geysar á Ströndum og um landið allt, en víða er þungfært eða ófært bæði vegna veðurs og…

Söngkeppni Ozon á þriðjudagskvöld

Þriðjudaginn 10. janúar fer fram hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon, en hún verður haldin í kjallara Grunnskólanum á Hólmavík. Allmörg og ólík tónlistaratriði verða framin og í kjölfarið mun dómnefnd velja þrjú atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés…

Flugeldasýning Dagrenningar á þrettándanum

Fréttaritari strandir.is lét sig ekki vanta á flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á þrettándanum frekar en fyrri daginn. Skotið var upp af hafnarsvæðinu að venju, en ljósmyndarinn var staddur á smábátabryggjunni. Þar sem myndasmiðurinn átti í hálfgerðu basli með að ná góðum skotum af flugeldaskothríðinni…

Góð mæting á Gott kvöld

Góð aðsókn var að leikritinu Gott kvöld sem Leikfélag Hólmavíkur sýndi nú um hátíðirnar. Sýningum er lokið, en þær urðu alls fimm. Alls komu 325 að sjá leikritið sem er barnaleikrit með söngvum eftir Áslaugu Jónsdóttir. Það var Kristín Sigurrós…

Menntamálaráðherra kemur á Menntaþing á Hólmavík

Menntaþing verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012 og er menntamálaráðherra meðal gesta þingsins. Menntaþingið hefst kl. 16:30, en þar verður fjallað um mikilvægi þroska og menntunar fólks á öllum aldursstigum. Þingið er liður í 100 ára afmæli skólahalds…

Jólin kvödd með flugeldum og leiksýningu

Á þrettándanum er til siðs að skjóta upp flugeldum til að kveðja jólahátíðina. Af því tilefni er opin flug- og jarðeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík á milli kl. 15:00-18:00 í dag, föstudaginn 6. janúar. Sveitin ætlar síðan að skjóta upp…

G-reglan er Grýla Árneshreppsbúa

Í augum margra Árneshreppsbúa er 6. janúar ein óvinsælasta dagsetningin. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu. Nánar tiltekið 20. mars eða í 75…