Opnunartímar á Hólmavík um jólin

Vefnum hafa borist nokkrar tilkynningar um opnunartíma um jólin. Sýsluskrifstofan á Hólmavík verður lokuð á aðfangadag, en opið verður á venjulegum skrifstofutíma dagana 27. og 28. desember og fyrir hádegi á gamlársdag. Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag, en opið 27. og…

Skötuveisla á Café Riis

Skötuveisla verður haldin á Café Riis í kvöld, föstudaginn 21. desember og hefst kl. 19:00. Á boðstólum verður vestfirsk skata, hamsar og hnoðaður, þrumari, siginn fiskur og selspik, reyktur selur, saltfiskur,kartöflur(ekki franskar) og ábrystir í eftirmat. Borðapantanir eru í símum 451-3567…

Leikfélag Hólmavíkur les úr nýjum bókum

Í dag, föstudaginn 21. desember, lesa félagar í Leikfélagi Hólmavíkur í annað skiptið úr nýjum íslenskum bókum í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst lesturinn klukkan 16.30 og verður lesið úr eftirtöldum bókum að þessu sinni: Megas – textar 1966-2011,…

Gleði og gaman á litlu-jólunum

Það var mikil gleði og gaman á Litlu-jólum Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík í dag. Þar stigu langflestir nemendur skólans á svið og léku og sungu af hjartans list fyrir fjölmarga áhorfendur sem viðstaddir voru. Fréttaritari strandir.is var á staðnum…

Gamlársmót í fótbolta

Innanhúsmót í knattspyrnu fyrir fullvaxna fótboltagarpa verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 29. desember og hefst það kl. 13:00. Það er Flosi Helgason sem er í forsvari fyrir mótshaldara. Fjórir leikmenn spila í einu í hverju liði. Leiktími verður ákveðinn…

strandir.is á afmæli í dag

Vefurinn strandir.is á afmæli í dag, hann var opnaður formlega fyrir átta árum og var þá kynntur sem jólagjöf Sögusmiðjunnar til Strandamanna nær og fjær. Frá opnun hafa rúmlega 7000 fréttir af mannlífi og atburðum á Ströndum verið settar á vefinn. Fjölmargir hafa sent…

Litlu-jól Grunnskólans á Hólmavík

Fimmtudaginn 20. desember kl. 14.00 – 16.00 verða litlu jól Grunn- og tónskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrst fara fram atriði á sviði þar sem allar bekkjardeildir koma fram. Að dagskrá lokinni verður dansað í kringum jólatré og…

Sigurður Guðmundsson á Mölinni

Sigurður Guðmundsson mun leika á aðventutónleikum Malarinnar sem verða haldnir á Malarkaffi á Drangsnesi mánudagskvöldið 17. desember næstkomandi.  Sigurður Guðmundsson er einn dáðasti tónlistarmaður landsins. Hann er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Hjálmum sem hefur um…

Leikfélag Hólmavíkur með upplestur úr bókum í KSH

Leikfélag Hólmavíkur verður með upplestur úr nýjum bókum í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, föstudagana 14. desember og 21. desember og á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember. Lestur hefst um 16.30 umrædda daga. Þann 14. desember verður lesið upp úr bókunum Húsið eftir…

Heimabingóinu er lokið

Allir vinningar í heimabingói Sauðfjársetursins eru gengnir út og þess vegna verður engin tala dregin út í dag. Vinningar voru gefnir af Ferðaþjónustu bænda, Bláa lóninu, Strandalambi í Húsavík, Vodafone og Sauðfjársetri á Ströndum. Sauðfjársetrið vill þakka öllum kærlega fyrir…