AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og veitir m.a. styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks…

Rætt um barnsmissi í Hólmavíkurkirkju í kvöld

Fræðslukvöldi um barnsmissi verður haldið í kvöld í Hólmavíkurkirkju, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila…

Drengjakór íslenska lýðveldisins á Café Riis

Drengjakór íslenska lýðveldisins syngur í Café Riis laugardagskvöldið 9. nóvember kl. 21:00. Efnisskráin er létt og skemmtileg og aðgangur ókeypis. Kórinn verður einnig gestakór á tónleikum Kvennakórs Ísafjarðar og Kvennakórsins Norðurljósa í Hólmavíkurkirkju sama dag kl. 17:00. Drengjakór íslenska lýðveldisins…

Stórtónleikar í Hólmavíkurkirkju

Kvennakór Ísafjarðar og Kvennakórinn Norðurljós munu halda tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verður fjölbreytt dagskrá í boði. Þetta er samstarfsverkefni þessara tveggja kvennakóra á norðanverðum Vestfjörðum og er verkefnið styrkt af Menningarráði Vestfjarða….

Viltu læra skrautskrift eða að tálga í tré

Tvö námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verða haldin á Ströndum um helgina. Annað heitir Tálgað í tré og verður kennt á Hólmavík föstudag og laugardag, en hitt heitir Skrautskrift og er kennt á Drangsnesi laugardag og sunnudag. Síðasti möguleiki til…

Kynningarfundur um skátastarf á Hólmavík

Kynningarfundur um skátastarf verður haldinn í Hnyðju á Hólmavík í dag, miðvikudaginn 7. nóvember kl 18:00. Á fundinn koma fulltrúar frá Bandalagi íslenskra skáta og skátafélaginu Stíganda í Dölunum og kynna skátastarf og skipulag þess. Ef áhugi reynist fyrir því…

Bridge-námskeið fyrir byrjendur á Hólmavík

Bridgeklúbbur Hólmavíkur hefur ákveðið að standa fyrir námskeiði í spilinu bridge. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir byrjendur sem langar til að læra að spila spilið og hentar einnig ágætlega fyrir þá sem kunna eitthvað smávegis fyrir sér og langar að rifja spilið…

Raflínan slitnaði við Broddadalsá

Rafmagn fór af sveitinni sunnan við Hólmavík á laugardagskvöld og var úti í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að raflína slitnaði við Broddadalsá í Kollafirði. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu við bilunina. Raflínan liggur frá Þverárvirkjun suður Strandir og eftir framkvæmdir…

Kolaportið verður líka opið á mánudag

Það var líf og fjör á Kolaportinu á Hólmavík í dag, raunar var stemmningin svo góð að það hefur verið ákveðið að hafa Kolaportið opið líka frá 18:00-21:00 annað kvöld, mánudagskvöldið 5. nóvember. Sjaldan hafa fleiri aðilar boðið fram varning sem…

Myndir frá sjávarréttahlaðborði á Hólmavík

Lionsmenn á Hólmavík stóðu fyrir glæsilegu sjávarréttahlaðborði á Hólmavík í gær, en slíkar veislur eru orðnar að árlegum viðburði. Alls kyns sjávarfang er þar á boðstólum, matreitt á fjölbreyttan máta af Lionsmönnum sjálfum. Fjöldi Strandamanna hefur mætt á hlaðborðið og…