Fyrirlestur og félagsvist

Það er að venju ýmislegt um að vera á Ströndum. Í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, verður fyrirlestur um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála kl. 16:30-18:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem flytur fyrirlesturinn, en hann er…

Myndir frá fallegum haustdegi

Þótt veðráttan hafi verið rysjótt í nóvember var haustið að mörgu leyti fallegt á Ströndum, margir blíðviðrisdagar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á gönguleiðinni frá Kirkjubóli til Hólmavíkur einn góðan dag í október, en það tekur tvo tíma að ganga þá…

Svipmyndir frá höfninni á Hólmavík

Það er alltaf eitthvað um að vera við bryggjuna á Hólmavík. Þar liggur nú heilmikil skúta við festar og írskur skipstjórinn setur svip á mannlífið á staðnum, enda er hann bæði ræðinn og glaður í bragði. Fréttaritari strandir.is náði mynd af því um…

Bangsadagur á bókasafninu

Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Héraðsbókasafni Strandasýslu undanfarin ár og er fjölsótt og sívinsæl skemmtun. Svo var einnig nú, en í tilefni dagsins mættu Strandamenn með bangsana sína á safnið, hlustuðu á Andreu Jónsdóttur sveitarstjóra Strandabyggðar lesa skemmtilega bangsasögu…

Unnið að sóknaráætlun Vestfjarða

Á dögunum var haldinn heilmikill fundur á Hólmavík þar sem saman kom fólk úr fjórum sveitarfélögum, Reykhólahreppi, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi. Þar voru tekin til umfjöllunar þau margvíslegu málefni sem til framfara horfa hvað varðar byggð og atvinnulíf á svæðinu….

Heimabingó á vegum Sauðfjársetursins

Sauðfjársetrið ætlar á næstu vikum að standa fyrir heimabingói á Ströndum. Það fer þannig fram að á næstunni verða boðin bingóspjöld til sölu fyrir þá sem vilja taka þátt. Heimabingóið hefst svo mánudaginn 26. nóvember, en þá verða dregnar tölur á hverjum degi og…

Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja frumflytja Ísland

Næstkomandi laugardagskvöld, þann 24. nóvember, munu Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til tvenna tónleika í Háskólabíói. Á tónleikunum verður meðal annars frumflutt í fyrsta skipti á sviði í fullum skrúða lagið Ísland sem er hluti af verkefninu Þjóðlag. Eins og…

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

Jólamarkaður verður haldinn í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi laugardagana 24. nóvember og 1. desember klukkan 13-17 báða dagana. Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni og margt fleira, auk kaffi- og vöfflusölu. Söluaðilar á jólamarkaðinum eru Handverksfélagið Assa, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Vinafélag…

Æskulýðsvettvangurinn heimsækir Strandir

Æskulýðsvettvangurinn heimsækir Strandir næsta fimmtudag, þann 22. nóvember, með fyrirlestur um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn fer fram kl. 16:30-18:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem flytur fyrirlesturinn, en hann er byggður á nýútkominni bók…

Þriggja kvölda félagsvist í Sævangi

Félagsvist verður haldin í Sævangi á fimmtudagskvöldið kemur, en hún er hluti af þriggja kvölda keppni sem fer fram næstu vikur á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 22. nóvember, annað kvöldið verður fimmtudaginn 6. desember og þriðja kvöldið verður haldið fimmtudaginn…