Karaokekeppni í Bragganum

Það verður mikið um dýrðir í tónlistarlífinu á Ströndum um helgina. Á laugardaginn 13. október kl. 21:00 verður árleg karaoke-keppni haldin í Bragganum á Hólmavík, en það er Café Riis á Hólmavík sem stendur fyrir keppninni. Verður væntanlega mikið um…

Landslið Íslands í krullu keppir í Tyrklandi

Fimm liðsmenn Mammúta frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar skipa landslið Íslands í krullu árið 2012, en einn þeirra er Strandamaðurinn Ólafur Númason. Liðið er nú statt í Erzurum í Tyrklandi og keppi rí C-keppni Evrópumótsins sem stendur yfir  5.-11. október. Með sigri á Íslandsmóti í…

Sunnukórinn syngur á Hólmavík

Sunnukórinn á Ísafirði, ásamt fríðu föruneyti, heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 13. október kl. 17:00. Efnisskráin hefur spænskt yfirbragð með íslensku ívafi. M.a. verða flutt lög eftir Jónas Tómasson og Fjölni Ásbjörnsson. Kórsöngur, einsöngur, gítarleikur, píanóleikur og flautuleikur eru á efnisskránni. Ingunn…

Vel er mætt til vinafundar!

„Vel er mætt til vinafundar“ kallast tónleikar 7 átthagakóra sem verða haldnir í Háskólabíói þann 14. október kl. 14.00. Kórarnir sem koma fram á þessum tónleikum eru: Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska söngsveitin, Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga, Árnesingakórinn í Reykjavík, Söngfélag Skaftfellinga og síðast…