Þemadagar að baki í Grunnskólanum á Hólmavík

Í vikunni voru þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík og var mikið um dýrðir. Starfað var í þremur smiðjum og skemmtu börn og fullorðnir sér hið besta við tilraunir, förðun og búninga með framtíðarþema og smíði á kofum í útivistinni. Á…

Framkvæmdagleði á Ströndum

Framkvæmdagleði á Ströndum

Það var mikið um að vera á Ströndum í vikunni, húsbyggingar áberandi, en svo voru líka miklar framkvæmdir við lóðina þar sem bensínstöð ÓB á að rísa á Skeiði á Hólmavík. Landað var rækju úr Eyborginni fyrir verksmiðju Hólmadrangs á…

Húsbyggingar í Kollafirði og á Hólmavík

Verklegar framkvæmdir hafa verið býsna áberandi á Ströndum síðustu daga. Þegar fréttaritari strandir.is fór um Hólmavík fyrir helgi var verið að steypa sökkla undir raðhúsið sem þar á að rísa á vegum Hornsteina ehf. við Miðtún. Sjálfstæður sökkull er steyptur fyrir hverja íbúð….

Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík

Nú í lok Þemadaga í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið hús í skólanum frá kl. 12:00-14:00 í dag. Allir eru velkomnir á opna húsið, en þar verður sýnt það sem krakkarnir hafa verið að fást við síðustu daga. Frá því…

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldinn nú á sunnudaginn kemur, 28. október 2012 kl. 20:00, í félagsheimilinu á Hólmavík. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur, ársreikningar og kosningar. Að venju má þó reikna með að mesta púðrið fari í að ræða…

Átta nemendur og einn kennari í hvern kofa

Nú standa yfir þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík og mikið líf og fjör á þeim. Hluti nemenda stundar smíðar af miklu kappi og röð af vönduðum húsum eru að rísa við skólann. Íbúðaskortur ætti því fljótlega að heyra sögunni til á Hólmavík. Þegar fréttaritari…

Haustfundur HSS á Drangsnesi

Haustfundur Héraðssambands Strandamanna (HSS) er haldinn á Malarkaffi á Drangsnesi í kvöld, fimmtudaginn 25. október kl. 19:30. Á honum verður fjallað um íþróttastarfið sem fram fór á vegum HSS og aðildarfélaga þess síðasta sumar, hvað tókst vel og hvað má bæta. Einnig verður…

Kolaport á Hólmavík 4. nóv.

Kolaport verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 4. nóvember kl. 12:00-16:00. Það eru öflugir krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon sem standa fyrir viðburðinum sem er liður í fjáröflun fyrir starf miðstöðvarinnar í vetur. Í Kolaportinu verður líf og fjör, kaffi,…

Fræðslukvöld um barnsmissi í Hólmavíkurkirkju 1. nóvember

Fræðslukvöldi um barnsmissi verður haldið í Hólmavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu…

Byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur úthlutað 6.707 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2012-2013 til 32 sveitarfélaga. Í þeim fengu 49 byggðarlög hlutdeild í kvótanum. Úthlutun byggðakvótans byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars…