Fræðslukvöldi um barnsmissi frestað til 8. nóvember

Fræðslukvöldi um barnsmissi sem halda átti í Hólmavíkurkirkju 1. nóvember hefur verið frestað um viku og verður haldið 8. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður…

Ernir ætlar að hætta áætlunarflugi á Gjögur

Á visir.is er sagt frá því að forsvarsmenn flugfélagsins Ernis stefni á að hætta öllu áætlunarflugi til minni áfangastaða á Íslandi. Þar á meðal eru Gjögur á Ströndum og Bíldudalur. Á vísi.is kemur fram að Hörður Guðmundsson, forstjóri félagsins, hafi…

Bændur taka fé á hús

Vegna slæmrar veðurspár hafa margir bændur á Ströndum nú tekið fé á hús að einhverju leyti. Ekkert varð þó úr fyrirhuguðu óveðri við Steingrímsfjörð í dag, þótt vissulega gengi á með éljum. Spáin er slæm fyrir næstu daga, einkum á fimmtudag og föstudag….

Félag eldri borgara heimsótti Grunnskólann á Hólmavík

Árið 2012 er tileinkað öldruðum í Evrópu og er markmið átaksins að auka virkni og færni aldraðra, bæta menntun og brúa kynslóðabilið. Fyrr í október komu félagar í Félagi eldri borgara á Ströndum í Grunnskólann á Hólmavík í heimsókn til…

Vel heppnuð sviðaveisla í Sævangi

Sviðaveisla Sauðfjárseturs á Ströndum sem haldin var í Sævangi á laugardaginn tókst afbragðs vel. Þar gæddu fjölmargir gestir sér á sviðum, köldum og heitum, nýjum, söltuðum eða reyktum – allt eftir því hvað heillaði þá mest sem viðstaddir voru. Sviðasulta…

Harpa Óskarsdóttir efnilegasti íþróttamaður HSS

Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi hefur náð afbragðs góðum árangri í frjálsum íþróttum síðustu ár og þá sérstaklega í spjótkasti. Harpa var útnefnd Efnilegasti íþróttamaður HSS árið 2011 og fékk afhentan farandbikar vegna þess á haustfundi HSS á Malarkaffi á Drangsnesi nú…

Veturinn heilsar fallega

Veturinn heilsar fallega

Fyrsti vetrardagur var á laugardaginn og veturinn byrjaði með fallegu veðri. Fyrsti vetrardagur var jafnframt fyrsti dagur Gormánaðar samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Fyrsti vetrardagur var áður messudagur, rétt eins og sumardagurinn fyrsti. Í heiðnum sið er einnig getið um vetrarboð og vetrarblót í…

Ingibjörg, Agnes og Salbjörg í stjórn Leikfélags Hólmavíkur

Á aðalfundi Leikfélags Hólmavíkur sem haldinn var á sunnudag sem var ljómandi vel sóttur var kosin ný stjórn. Stjórn félagsins skipa nú Ingibjörg Emilsdóttir, Agnes Jónsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir, en Kristín S. Einarsdóttir formaður og Ingibjörg Sigurðardóttir gáfu ekki kost…

Fiskihlaðborð Lions framundan

Það verður mikið um dýrðir þegar hið árlega fiskihlaðborð Lionsklúbbs Hólmavíkur verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík um næstu helgi, laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:00, en borðhald hefst kl. 19:30. Miðaverð er kr. 4.000.- Miða þarf að…

Útkall hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan 18:30 til leitar að rjúpnaskyttu sem var við veiðar í Bröttubrekku við Teigsfjöll. Um 10 mínútum eftir að björgunarsveitir voru boðaðar skilaði skyttan sér til félaga sinna og var þá aðstoð björgunarsveita…