Hildur Guðjónsdóttir verður skólastjóri í Grunnskólanum á Hólmavík

Hildur Guðjónsdóttir verður skólastjóri í Grunnskólanum á Hólmavík

Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í eins árs tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur. Hún tekur við starfinu af Bjarna Ómari Haraldssyni nú um mánaðarmótin. Staðan var auglýst tímabundið, en verið er að vinna úttekt á kostum og göllum sameiningar…

Við viljum vegrið!

Við viljum vegrið!

 Nú er unnið að uppsetningu vegriðs á Djúpvegi nr. 61 þar sem hann liggur yfir Víðidalsá, rétt sunnan Hólmavíkur. Einnig er ætlunin að setja vegrið á sama vegi á nokkrum stöðum á Steingrímsfjarðarheiði í þessari lotu. Full þörf er á vegriði á þessum…

Dráttarvéladagur í Sævangi

Dráttarvéladagur í Sævangi

Í dag, sunnudaginn 22. júlí, verður Dráttarvéladagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi og dýrindis kaffihlaðborð í Kaffi Kind frá kl. 14:00-18:00. Sögusýningin Dugmiklar dragþórur verður opnuð með viðhöfn í Kaffi Kind kl. 14:00, en hún er ein af þeim sérsýningum sem settar eru…

Bryggjuhátíð á Drangsnesi

Bryggjuhátíð á Drangsnesi

 Hin árlega Bryggjuhátíð á Drangsnesi verður laugardaginn 21. júlí, en hún var fyrst haldin árið 1996. Dagskrá hátíðarinnar verður með hefðbundnu sniði og hefst með dorgveiðikeppni fyrir yngstu kynslóðina í Kokkálsvík. Báturinn Sundhani verður með ferðir út í Grímsey allan…

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum

 Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 15. júlí og hefst kl. 13:00. Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt. Örlítil breyting hefur verið gerð á aldursflokkaskiptingu á…

Undarlegt uppistand á Hótel Laugarhóli

Undarlegt uppistand á Hótel Laugarhóli

Miðvikudagskvöldið 11. júlí 2012, er blásið til uppistands á Hótel Laugarhóli og hefst grínið kl. 21:00. Beatur the Mugizian (eða Bjartur Guðjónsson á Bakka), sem er tvímælalaust einn besti beatboxarinn á landinu bláa (og þó víðar væri leitað), hefur verið að gera…

Út í bláinn - í Gallerí Klúku

Út í bláinn – í Gallerí Klúku

Síðastliðinn laugardag var opnuð myndlistarsýningin ÚT Í BLÁINN í Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Um er að ræða samsýningu þar sem myndlistamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Árni Páll Jóhannsson sýna skúlptúra og annað lítilræði. Árni Páll Jóhannsson…