Furðuleikar og opnun Áningarstaðar

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík stendur nú sem hæst í blíðskaparveðri og hefur dagskrá verið fjölbreytt og vel heppnuð. Á sunnudeginum stendur Sauðfjársetur á Ströndum fyrir sínum árlegu Furðuleikum að venju og verður mikið um dýrðir. Hefst skemmtunin kl. 13:00 með…

Andrea K. Jónsdóttir nýr sveitarstjóri í Strandabyggð

 Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri í Strandabyggð og kemur til starfa í ágúst. Andrea hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk einnig BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið…

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina

Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í áttunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mætir m.a. töframaðurinn Ingó Geirdal á svæðið með magnaða töfrasýningu, KK heldur ókeypis tónleika…

Hreinsunardagur í kirkjugarðinum á Hólmavík

Kl. 16:00 í dag fer fram hreinsunardagur í kirkjugarðinum á Hólmavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta með klórur og minni garðáhöld til að gera fínt í garðinum. Að sögn Sólrúnar Jónsdóttur sóknarnefndarformanns í Hólmavíkursókn fá sjálfboðaliðar sem mæta á…

Nytja- og handverksmarkaður í Riishúsinu á Borðeyri

Nokkrar konur í Bæjarhreppi hafa tekið sig saman og sett upp nytja- og handverksmarkað ásamt kaffisölu í Riishúsinu á Borðeyri. Þetta átak er söfnun fyrir áframhaldandi endurbyggingu Riishússins. Allur ágóði af nytjamarkaðinum gengur beint til hússins. Handverkshópurinn Grúska leggur til posa…

Hvort viltu heldur að tígrisdýr éti þig eða ljón?

Fimmtudagskvöldið 28. júní fer fram barþraut eða PubQuiz á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Þar glíma gestir sig í tveggja manna liðum við hinar fjölbreytilegustu spurningar um allt milli himins og jarðar, léttar og þungar. Það eru Jón Jónsson og…

Fjalla-Eyvindur og Halla – frægustu útilegumenn Íslandssögunnar

Sunnudaginn 1. júlí klukkan 13:30 verður afhjúpað sagnaskilti um Fjalla-Eyvind og Höllu við Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Kjartan Ólafsson fræðimaður og fyrrverandi alþingismaður heldur að því loknu erindi um Fjalla-Eyvind og Höllu ásamt stuttri myndasýningu í Félagsheimilinu í…

Alls konar ást – á Hólmavík

Tónleikar sem bera hið ljúfa heiti Alls konar ást eru fyrsti viðburður Hamingjudaga á Hólmavík þetta árið. Þeir verða í Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 20 á mánudagskvöld, 25. júní. Að tónleikunum stendur kór kirkjunnar ásamt góðu samstarfsfólki og gestum. Efnisskráin…

Skákhátíð í Árneshreppi og fjöltefli á Hólmavík

Skákhátíð á Ströndum 2012 verður haldin nú um helgina. Efnt er til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af…

Verktakafélagið Glaumur í Garðabæ átti lægsta boð

Í dag voru opnuð tilboð í vegagerð í norðanverðum botni Steingrímsfjarðar. Þar á að leggja nýjan veg, samtals 2,8 km á Strandavegi (643) frá vegamótum við Djúpveg að afleggjaranum að Geirmundarstöðum. Aðrir afleggjarar sem fylgja útboðinu eru 400 metrar. Samkvæmt…