Þekja og lagnir í Hólmavíkurhöfn boðnar út

Heilmiklar framkvæmdir hafa verið í gangi síðustu mánuði við að endurnýja stálþil við bryggjuhausinn á hafskipabryggjunni á Hólmavík. Nú hefur hafnarstjórn Strandabyggðar í framhaldi af því boðið út verkefni við að ganga frá lögnum og steypa þekju á bryggjuna í samvinnu við…

Skákhátíð á Ströndum

Á www.litlihjalli.is er frá því greint að heilmikil skákhátíð verður haldin á Ströndum dagana 22. til 24. júní, en þá verður efnt til skákviðburða á Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Þetta er fimmta árið í röð sem sumarhátíð skákmanna er haldin í Árneshreppi….

Auglýst eftir sveitarstjóra í Strandabyggð

Starf sveitarstjóra í Strandabyggð hefur verið auglýst laust til umsóknar, en Ingibjörg Valgeirsdóttir sem hefur verið sveitarstjóri frá 2010 lætur af störfum í sumarlok. Í auglýsingu frá Strandabyggð kemur fram að leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á…

Þingsályktunartillaga um heilsársveg í Árneshrepp

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp. Flutningsmenn voru úr öllum flokkum og einnig óháðir þingmenn á Alþingi; Jón Bjarnason, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Einar K. Guðfinnsson, Lilja Mósesdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Þór…

Samkeppni um hamingjulag fellur niður

Ekki bárust nógu mörg lög til að hægt yrði að halda Hamingjulagasamkeppni þetta árið, fyrir bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Því verður ekki haldin undankeppni eins og venjan er. Að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra Hamingjudaga er hins vegar í bígerð semja…

Umhverfisdagur á Hólmavík 19. maí

Í dag, laugardaginn 19. maí, er Umhverfisdagur á Hólmavík. Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins til að klæða sig í kuldagallann og hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar munu…

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

 Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 13. maí kl. 16:00. Þar syngur kórinn undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur létt og skemmtileg lög. Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu. Miðaverð er 2.000 kr. fyrir…

– vertu ekki að elda í kvöld

 … komdu bara með alla fjölskylduna í hlaðborð til okkar! Þannig er yfirskriftin á tilkynningu nemenda í 10. bekk við Grunnskólann á Hólmavík. Í kvöld, fimmtudaginn 10. maí kl. 19:00, ætlar útskriftarhópurinn að selja inn á matarhlaðborð í Félagsheimilinu á…

Kvennakórinn Norðurljós með tónleika

Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí og hefjast þeir kl. 19.30.  Að þessu sinni mun Heiða Ólafs koma fram með kórnum. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi Sigríður Óladóttir. Að venju býður…

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram laugardaginn 5. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru tvískiptir í ár og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 13:00 og þeir seinni kl. 16:00. Frítt er inn á tónleikana. Á milli tónleika verður vorkaffi í Félagsheimlinu á…