Kaffileikhús á Reykhólum

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi stendur fyrir kaffihúsi og leiksýningum miðvikudagskvöldið 18. apríl, í Íþróttahúsinu á Reykhólum. Sýndir verða fjórir leikþættir og er hlé þar sem kaffiveitingar verða á boðstólum. Einn leikþátturinn er frumfluttur, en hann er eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur, formann Skruggu,…

Sigurður Atlason áfram formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Sigurður Atlason formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og framkvæmdastjóri Strandagaldurs ákvað að taka áskorun fundarmanna á aðalfundi samtakanna í Bjarkalundi um helgina og leiða starfið eitt ár til viðbótar. Hann hafði fyrir fund ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Nokkrar aðrar breytingar urðu…

Lóan er komin!

Fuglalífið er sífellt að verða fjölskrúðugra nú með vorinu. Skógarþrestir eru mættir á Strandir fyrir allnokkru og syngja allt hvað af tekur í görðum og við svefnherbergisglugga. Í fjörunni er tjaldurinn mættur fyrir mörgum vikum, en nú teistan líka komin að…

Lokasýning á Með allt á hreinu!

Lokasýning á leikritinu Með allt á hreinu! verður í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, sunnudaginn 15. apríl kl. 20:00. Mæting hefur verið afbragðsgóð á þessa skemmtilegu uppsetningu sem unnin er í samstarfi Leikfélags Hólmavíkur og Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík….

Aðalfundur Búnaðarfélags Kirkjubólshrepps

Fréttatilkynning: Aðalfundur Búnaðarfélags Kirkjubólshrepps verður haldinn í Sævangi sunnudaginn 15. apríl kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskrá, einnig tillaga um nafnbreytingu á félaginu, stækkun félagssvæðisins og framtíðarstarfsemi. Kaffi og vöfflur og hlýtt í kaffistofunni. Allt áhugafólk um landbúnað og…

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Bjarkalundi

Í kvöld og á morgun verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Bjarkalundi. Sigurður Atlason sem verið hefur formaður samtakanna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og verður því kjörinn nýr formaður á fundinum. Einnig er á dagskrá…

Ritsmiðja fyrir 8-12 ára á Hólmavík

Rithöfundahjónin Gunnar Thedór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir bjóða upp á ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 8-12 ára á Hólmavík um komandi helgi. Ritsmiðjan fer fram í Skelinni – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík, laugardag og sunnudag 14 – 15. apríl…

Samkeppni um nafn á neðstu hæð Þróunarsetursins

Sveitarfélagið Strandabyggð blæs nú til samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu. Skila þarf hugmyndum að nafni á skrifstofu Strandabyggðar fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. apríl 2012 eða í netfang Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa – tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Sveitarstjórn Strandabyggðar mun svo velja nafn á…

Bílar aðstoðaðir á Steingrímsfjarðarheiði

Samkvæmt frétt á visir.is er Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík nú á Steingrímsfjarðarheiði að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum. Þegar hafa tveir bílar farið út af og ökumönnum tveggja annarra þurftu aðstoð við að koma bílnum sínum niður af…

Galdrasafnið opnar sýningu á verkum Magnúsar Bragasonar

Opnuð hefur verið fyrsta einkasýning Magnúsar Bragason á verkum hans. Magnús er fæddur 1958 á Hólmavík og hefur lengst af starfað sem bóndi og fiskimaður. Fyrir tæpum tveimur árum prófaði hann sig fyrst í málaralist. Listin greip hann samstundis og…