Sköpunarverkið Strandir

Ljósmyndasýningin Sköpunarverkið Strandir verður opnuð í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hólmavík laugardaginn 5. maí klukkan 15:00. Á sýningunni getur að líta ljósmyndir og ummæli ferðamanna og heimafólks um Strandir. Sýningin er ekki hefðbundin listsýning heldur ein leið til miðlunar alþjóðlegs rannsóknarverkefnis…

Sjónræn veisla á Ströndum

 Síðustu tvo vetur hefur Skelin, fræðslu- og menningardagskrá Þjóðfræðistofu, verið starfrækt og fjölbreyttur hópur lista- og fræðimanna hafa sett svip sinn á bæjarlífið á Hólmavík með margs konar viðburðum. Í því sambandi má nefna fjölskyldutónleika Retro Stefson í Bragganum, barnaleikjasýninguna Ekki snerta…

Umhverfisdagar í Strandabyggð

 Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti hreinsunarátak í Strandabyggð 2012 á síðasta fundi sínum. Átakið hefst með Umhverfisdegi fyrirtækja og stofnanna miðvikudaginn 16. maí 2012. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl frá þeirra vinnustöðum. Þeir…

Íbúafundur um tómstundir í Strandabyggð 3. maí

Íbúafundur um tómstundir í Strandabyggð verður haldinn fimmtudagskvöldið 3. maí  kl. 19:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar mun íbúum sveitarfélagsins gefast tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og framtíðarsýn varðandi tómstundir, menningu, félagslíf, íþróttir og aðstöðu í Strandabyggð….

Þjónustusamningur við dýralækni

Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson, dýralækni, um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 2, (Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Um…

Söngleikurinn Óliver sýndur á laugardaginn á Drangsnesi

Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Óliver á Drangsnesi núna á morgun, laugardag 28. apríl.  Um er að ræða lítt stytta útgáfu af þessum fræga söngleik í þýðingu Flosa Ólafssonar sem  nemendur Grunnskólans á Drangsnesi sýndu á árshátíð skólans fyrir…

Bingó í Félagsheimilinu á laugardag

Félag eldri borgara stendur fyrir bingói í félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardaginn 28. apríl. Bingóið er til fjáröflunar fyrir félagið, en það hefst kl. 14:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og innifalið í því er eitt bingóspjald og kaffiveitingar sem…

Hálft tonn af rusli!

Hálft tonn af rusli!

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík gerðu aldeilis góða hluti í fegrun Hólmavíkur í dag á árlegum umhverfisdegi skólans. Nemendur skólans fóru eins og stormsveipur um bæinn og tíndu ógrynnin öll af rusli. Herlegheitin voru síðan vigtuð á hafnarvoginni sem sýndi…

Norskar galdrabækur og kræklingaveisla á Galdrasafninu

Laugardaginn 21. apríl kl. 14, mun norski þjóðfræðingurinn Ane Ohrvik segja frá rannsóknum sínum á norskum galdrabókum, á Galdrasafninu á Hólmavík. Fjallað verður meðal annars um lækninga,- ástar- ogverndargaldra frá átjándu öld. Ane reynir einnig að svara því hvaða viðhorf til galdra…

Neðsta hæðin í Þróunarsetrinu fékk nafnið Hnyðja

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var ákveðið nafn á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík, en 117 tillögur að nöfnum bárust í samkeppni þar um. Niðurstaðan varð að neðsta hæðin heitir Hnyðja. Þar er opið fjölnota rými fyrir fundi, námskeið, sýningar, móttökur og…