Pungapróf á Hólmavík og Reykhólum

Fræðslumiðstöð Vestfjarðar ætlar að að bjóða upp á svokallað smáskipanám (sem áður var gjarnan nefnt „pungapróf“) á Hólmavík og Reykhólum á næstunni. Þeir sem ljúka slíku námi öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en…

Fiskvinnslan Drangur auglýsir eftir starfsfólki

Fiskvinnslan Drangur á Drangsnesi hefur auglýst eftir starfsfólki til í vinnu við grásleppu nú í vor. Í tilkynningu er sérstaklega nefnt að vanti hrausta menn í vinnu við frystitæki. Allar nánari upplýsingar gefur Óskar Torfason framkvæmdastjóri Drangs á Drangsnesi í síma…

Kynning á styrkjum Menningarráðs

Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um…

Héraðsmót HSS í badminton

Á morgun laugardaginn 10. mars verður haldið Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna í badminton í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 10. mars. Mótið hefst kl. 13:00 og er ljóst að þátttaka verður mjög góð. Keppt verður í tvíliðaleik í opnum flokki (ekki skipt…

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Vestfjarða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga vegna ársins 2012. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum og eru umsóknir og…

Nýr skólabíll í Strandabyggð

Sveitarfélagið Strandabyggð hefur keypt stærri skólabíll til að nota í dreifbýlinu sunnan Hólmavíkur og í skólaferðalög. Með kaupunum verður unnt að þjónusta betur íbúa í dreifbýli Strandabyggðar. Á opnum íbúafundi sveitarfélagsins á síðasta ári um uppbyggingu í dreifbýli á Ströndum kom…

Danssýning á Hólmavík í dag

Í dag, föstudaginn 9. mars kl. 16:00, verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og eru allir velkomnir. Danssýningin er í raun lokahátíð dansnámskeiða sem Jón Pétur Úlfljótsson danskennari hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur haldið þessa viku á Hólmavík…

Aftansöngur í Hólmavíkurkirkju

Aftansöngur eða kórvesper verður í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 21:00. Kórvesper á uppruna sinn innan ensku kirkjunnar. Sungnir eru Davíðssálmar og lofsöngvar og lesnir ritningarlestrar og bænir. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sóknarpresti sem býður alla velkomna í…

Góugleði á Hólmavík um næstu helgi

Í tilkynningu frá Góunefnd kemur fram að nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á hina mögnuðu Góugleði sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík 10. mars. Skráningar hafa gengið mjög vel, en hægt að koma fleirum að og…

Tillaga á Alþingi um snjómokstur í Árneshrepp

Tólf þingmenn hafa tekið sig saman og lagt fram á Alþingi tillögu um snjómokstur yfir veturinn í Árneshrepp á Ströndum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Vegagerðin sjái um og greiði fyrir snjómokstur að lágmarki tvisvar í viku að…