Fyrirlestur um málefni fatlaðra

Eva Þórdís Ebenesersdóttir er nýr gestur í Skelinni – fræði- og listamannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Miðvikudaginn 21. mars kl. 13:00 verður hún með fræðslufyrirlestur um málefni fatlaðra. Í kynningu segir: "Fötlunargeirinn og fötlunarpólitík er alls ekki einfalt fyrirbæri enda hópurinn…

Húmorsþing á Hólmavík

Það verður væntanlega mikið hlegið á Hólmavík um helgina, þegar árlegt Húmorsþing verður haldið þar laugardaginn 17. mars 2012. Fyrir því standa Þjóðfræðistofa og Þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Eddu-öndvegissetur. Húmorsþingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt…

Kynning á styrkjum Menningarráðs á Hólmavík

Föstudaginn 16. mars verður haldin kynning á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða á Hólmavík og um leið er fjallað um gerð styrkumsókna. Fer kynningin fram í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík og hefst kl. 17:00. Nú er í fyrsta skipti auglýst eftir umsóknum…

Börnum og unglingum á Ströndum hrósað

Börnum og unglingum á Ströndum hrósað

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í vikunni var samþykkt einróma ályktun þar sem börnum og unglingum í sveitarfélaginu var hrósað: „Á síðustu misserum hafa börn og unglingar í Strandabyggð hvað eftir annað staðið sig afburða vel á opinberum vettvangi og verið…

Eldfjall á Hólmavík

Íslenska kvikmyndin Eldfjall verður sýnd í Hólmavíkurbíói í Bragganum fimmtudaginn 15. mars kl. 21:00. Myndin er gerð af leikstjórnanum Rúnari Rúnarssyni og er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Eldfjall var valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 og er…

Strandagangan fer fram í Selárdal á laugardag

Stærsti íþróttaviðburður á Ströndum, hin árlega Strandaganga Skíðafélags Strandamanna, fer fram í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt verður í 5 km, 10 km og aldurskipti 20 km göngum, auk þess sem stelpur og strákar 12 ára og yngri geta…

Góðgæti í boði, gota og lifur, gellur og kræklingur

Starfsmannafélag Fiskvinnslunar Drangs á Drangsnesi verður á Hólmavík frá klukkan 15:00-17:00 á morgun, fimmtudaginn 15. mars, með margvíslegan söluvarning. Verður með góðgætið við verslun Kaupfélags Streingrímsfjarðar og býður m.a. til sölu gotu og lifur, gellur, bútung, hausa, steinbít, ferskan krækling og…

Upp kom ég með hanska og hatt

Íris Ellenberger flytur opinn fyrirlestur í Skelinni – lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík á miðvikudagskvöld kl. 20:00. Fjallar hann um reynslu danskra innflytjenda af Íslandi og Íslendingum á 5.-7. áratug 20. aldar og ber titilinn Upp kom ég með hanska…

Náttúran – Villtar nytjajurtir á Vestfjörðum

Nú í vetur hafa Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Náttúrstofa Vestfjarða og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum staðið saman að röð fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir eru haldnir þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00. Að þessu sinni mun Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur hjáNáttúrustofu Vestfjarða…

Vel heppnuð Góugleði

Það var mikið um dýrðir á Góugleði á Hólmavík sem haldin var í gær. Hefð er fyrir því að hópur karla á svæðinu sjái um Góugleðina og sýni þar frumsamin skemmtiatriði, einskonar revíu, sem inniheldur grín og glens um náungann. Konurnar…