Tónleikar á Hólmavík og í Reykholti

Viðar Guðmundsson tónlistarmaður í Miðhúsum verður með tvenna tónleika á næstunni í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Verða fyrri tónleikarnir í Reykholtskirkju 23. febrúar kl. 20:30 og þeir seinni í Hólmavíkurkirkju 25. febrúar kl. 16:00. Á tónleikunum munu ásamt…

Allir grunnskólanemar frá endurskinsvesti gefins

Fréttatilkynning frá Grunnskólanum á HólmavíkNú hefur sveitarfélagið Strandabyggð gefið öllum nemendum Grunnskólans á Hólmavík merkt endurskinsvesti til þess að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Mikilvægi þess að vera vel sýnilegur í umferðinni á jafnt við börn sem og fullorðna, hvort…

Málþing um fjölmiðla á landsbyggðinni í Reykholti

FréttatilkynningSnorrastofa og Skessuhorn standa saman að málþingi á fjórtánda afmælisdegi Skessuhorns, laugardaginn 18. febrúar næstkomandi í Héraðsskólanum í Reykholti kl. 14-17. Málþingið hefur fengið yfirskriftina, Fjölmiðlar á landsbyggðinni. Hlutverk og staða. Á málþinginu flytja framsögur nokkrir einstaklingar sem hafa víðtæka þekkingu á…

Strandabyggð gerir styrktarsamninga við félög

Fyrir nokkru var skrifað undir styrktarsamning til þriggja ára milli Félags eldri borgara í Strandasýslu og sveitarfélagsins Strandabyggðar, þar sem kveðið er á um fjárhagslegan stuðning Strandabyggðar við félagið. Nú hefur verið skrifað undir þrjá slíka samninga til viðbótar og er…

Aðalfundur Rauða krossins á Ströndum

Aðalfundur Strandasýsludeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í Rósubúð í dag, miðvikudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Á vefsíðu Rauða Krossins kemur fram að helstu verkefni Strandasýsludeildarinnar séu fatamóttaka, en tekið er á móti…

Klakastífla í Hrófá

Það hafa verið miklar leysingar í dag, hvasst og hiti. Þó hefur sem betur fer ekki rignt við Steingrímsfjörðinn, enda nóg af vatni hvort sem er. Í hádeginu var heilmikil klakastífla við gömlu brúna á Hrófá við Steingrímsfjörð og smellti fréttaritari strandir.is af nokkrum…

Strandamönnum á heimaslóðum fjölgar

Í nýjum tölum hagstofunnar kemur fram að íbúum í Strandabyggð hefur fjölgað um 15 á síðasta ári. Þeir voru 501 þann 1. janúar 2011, en voru orðnir 516 í ársbyrjun 2012.  Í Kaldrananeshreppi fækkaði um 2 á árinu 2011, úr 106…

112 dagurinn á laugardaginn

112 dagurinn var haldinn á laugardaginn, en honum er ætlað að minna á neyðarsímanúmerið 112 sem allir þurfa að kunna. Í tilefni dagsins var opið hús hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og kíktu áhugasamir við í kaffi og vöfflur, skoðuðu búnað sveitarinnar…

Strandamenn í Stundinni okkar

Strandamenn fylgjast örugglega margir vel með Stundinni okkar í vetur. Þar ræður Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal ríkjum, en hún er oftast kölluð Skotta. Fyrir nokkru kom Stundin okkar til Hólmavíkur að taka upp efni og var umsjónarmaðurinn Margrét…

GóGó-píurnar sigruðu í Vestfjarðasamfés

Vestfjarðariðillinn í söngkeppni Samfés var haldinn í Súðavík í kvöld og tóku alls 10 atriði þátt í keppninni frá félagsmiðstöðvum á Ísafirði, Súðavík og Hólmavík. GóGó-píurnar sem sigurðu í undankeppninni á Hólmavík gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Vestfjarðakeppnina ásamt…