Bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku. Föstudaginn 20. janúar varð bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði, þar hafnaði bíll út fyrir veg og valt. Ekki varð slys á fólki, en bifreiðin fjarlægð af vettvangi…

Og það varð ljós!

Búið er að koma veðraskiltinu við vegamótin við Hrófá í gagnið, en það segir til um veður á nýja veginum um Arnkötludal. Í gær var starfsmaður Vegagerðarinnar eitthvað að bauka við skiltið og í morgun lýsti það upp veröldina með…

Norðurljós við Steingrímsfjörð

Í kvöld lýstu Norðurljósin upp Steingrímsfjörðinn svo unun var á að líta. Fréttaritari strandir.is var á ferðinni með myndavélina og smellti af myndum af norðurljósunum og golfskálanum í Skeljavík, með ljósin á Hólmavík í baksýn. Á Vísindavefnum eru ljósin útskýrð…

Góð þátttaka í kosningu á Strandamanni ársins 2011

Góð þátttaka hefur verið í kosningu á Strandamanni ársins 2011, en nú stendur yfir síðari umferð þeirrar kosningar. Þá er kosið hér á vefnum á milli þeirra þriggja sem fengu flestar tilnefningar í fyrri umferð. Það eru Arnar S. Jónsson…

Gógó-píurnar sigruðu Söngkeppni Ozson

Gógó-píurnar komu, sáu og sigruðu í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík á dögunum. Þrjú efstu atriðin í keppninni á Hólmavík komust áfram og keppa í Vestfjarðariðli fyrir Söngkeppni Samfés, en sú keppni fer fram í Súðavík um næstu helgi. Alls kepptu sex atriði, en…

Skemmtileg íþróttahátíð á Hólmavík

Í vikunni var haldin heilmikil íþróttahátíð á Hólmavík, þar sem krakkarnir í grunnskólanum buðu foreldrum sínum og aðstandendum að taka þátt í margvíslegum leikjum og þrautum. Capture the flag, Latabæjarleikur, kýló, handbolti og fótbolti voru á dagskránni og að lokum…

Þorrablót á Hólmavík 28. janúar

Þorrinn ef hafinn og framundan eru þorrablót af öllum stærðum og gerðum. Á Hólmavík verður þorrablót um næstu helgi, laugardaginn 28. janúar. Þorranefndin hefur hafið æfingar á skemmtiatriðum, enda eru öll handrit tilbúin og sagan segir að þau verði óvenju fyndin og beitt að þessu…

Dósakar Dagrenningar við Sorpsamlagið

Um árabil hafa velunnarar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verið duglegir að styrkja sveitina með einnota skilagjaldsumbúðum, dósum og flöskum, og er það þakkarvert. Björgunarsveitin er núna komin með nýtt söfnunarkar  við hús Sorpsamlagsins á Skeiði á Hólmavík, auk kars sem staðsett…

Snjódagurinn ógurlegi á Ströndum

Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum alþjóðlegum snjódegi sunnudaginn 22. janúar. Aðildarþjóðir eru hvattar til að brydda upp á nýjungum á þeim degi í því augnamiði að hvetja börn til að iðka skíðaíþróttir. Á Íslandi er verkefnið hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaga,…

Nýju ljósaskiltin ekki enn komin í gagnið

Eins og sagt var frá hér á vefnum í september setti Vegagerðin þá upp ný upplýsingaskilti við vegamótin við Hrófá og Gautsdal og ættu þau að sýna hvort vegurinn um Arnkötludal og Þröskulda sé fær, hitastig og vindhæð. Þau hafa enn…