Krakkadagur á Hólmavík 22. desember

Krakkarnir í 10. bekk í skólanum á Hólmavík eru að safna sér fyrir útskriftarferð og liður í því er að halda svokallaðan Kakkadag fyrir nemendur í 1.-4. bekk fimmtudaginn 22. desember. Tilvalið er leyfa börnunum að skreppa á Krakkadaginn og á meðan gefst næði til að…

Útilegumaður á Ströndum

Ferðamenn láta sjá sig á öllum árstímum á Ströndum, en tjaldútilegur er þó yfirleitt bundnar við sumarið. Nú í svartasta skammdeginu fengu Hólmvíkingar þó útilegumann í heimsókn sem tjaldaði og gisti í tvær nætur í snjóskafli við vegamótin inn í þorpið….

Bókasafnið opið í kvöld

Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík er opið í kvöld þriðjudag milli 19:30-20:30 og er það síðasti opnunartími fyrir jólin. Er því rétt að grípa tækifærið til að ná sér í lesefni fyrir hátíðirnar. Það verður svo einnig opið á sama tíma…

Spilakvöld á Hólmavík á miðvikudaginn

Danmerkurfarar í 8.-9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík slá ekki slöku við og safna sem mest þeir mega fyrir ferðalaginu til Danmerkur í haust. Á miðvikudagskvöldið 21. desember kl. 20:00 verður spiluð félagsvist á Hólmavík og eru allir hjartanlega velkomnir. Veglegir vinningar…

Gott kvöld á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur æfir nú leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum og eru leikarar alls 22. Flestir í leikarahópnum er nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt. Leikstjóri er…

Aðstoð vegna jólainnkaupa

Félagsþjónustan Stranda og Reykhólahrepps og Rauði Krossinn auglýsa eftir umsóknum um aðstoð vegna matarinnkaupa um jólin. Þeim sem óska eftir aðstoð er velkomið að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra, í síma 451- 3510 eða 842-2511.

Stekkjarstaur og Giljagaur á ferðinni

Þessa dagana, þegar sólin er lægst á lofti, eru margvíslegar kynjaverur á kreiki. Jólasveinar sjást víða og ljósmyndari strandir.is rakst á þessa tvo kátu sveina á dögunum sem vildu endilega láta taka mynd af sér með tunglinu. Þeir Stekkjarstaur og…

Bingó, konfektgerð og spilavist

Á sunnudag verður jólabingó á Hólmavík og vinninganir af veglegri gerðinni. Hefst það kl. 16:00 í félagsheimilinu og standa Danmerkurfarar í 8.-9. bekk fyrir því. Á mánudaginn verður haldið konfektnámskeið á Hólmavík frá kl. 18:00-21:00. Ennþá er hægt að bæta…

Litlu jólin á Hólmavík

Það var gleði og gaman á Litlu-jólum Grunn- og Tónskólans á Hólmavík í vikunni. Þar stigu allir nemendur skólans á svið og var mikið um dýrðir. Heilu leikritin og söngatriðin voru sýnd og var samdóma álit áhorfenda að sýningin hefði…

Langt í bráðnauðsynlegar vegaframkvæmdir

Strandamenn eru margir óánægðir með samgönguáætlanir til fjögurra og tólf ára sem lagðar voru fram á Alþingi fyrir skemmstu. Langt er í framkvæmdir á veginum norður í Árneshrepp, en íbúar þar búa í eina sveitarfélaginu á Íslandi sem ekki býr við samgöngur á…