Átján bækur frá Vestfirska forlaginu

Vestfirska forlagið hefur síðustu 15 árin verið öflugt við útgáfu margvíslegra bóka sem flestar tengjast Vestfjörðum og Vestfirðingum. Bókaútgáfan gefur út 18 titla á árinu, 15 bækur á íslensku og 3 á ensku, en forlagið hefur hleypt af stokkunum bókaflokkum á…

Kolaport á sunnudaginn

Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12:00-16:00 verður haldið svokallað Kolaport í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk sem standa fyrir viðburðinum, en þar gefst fólki færi á að koma með margvíslegan varning til sölu, auk þess sem á boðstólum…

Ráðherra á opnum fundi um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál

Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 10. nóvember og hefst hann kl. 17:00. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir fundinum og býður alla íbúa og nærsveitunga hjartanlega velkomna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra…

Mugison á Hótel Laugarhóli

Vestfirski fimm stjörnu strákurinn MUGISON ætlar að hefja tónleikaferð sína um Vestfirði á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum næstkomandi fimmtudagskvöld 10. nóvember 2011 og hefjast þeir kl.  21:00. Tilefnið er útgáfa á nýjum hljómdiski, HAGLÉL, en diskurinn er jafnframt sá fyrsti…

Bókakynning á Héraðsbókasafninu á Hólmavík

Nú á sunnudaginn, þann 6. nóvember kl. 17:00, verður bókakynning á bókasafninu á Hólmavík. Þar mun Jón Hjartarson frá Undralandi kynna og lesa úr nýrri minningabók sinni, Veislan í norðri, en hún kom út fyrir skemmstu. Á síðasta ári gaf Jón einnig…

Kökubasar í KSH á föstudag

Nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík standa fyrir veglegum kökubasar með margvíslegu góðgæti í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík á morgun, föstudaginn 4.nóvember. Eru þeir að safna fyrir Danmerkurferð sem fyrirhuguð er næsta haust, en gagnkvæmar og árlegar…

Póstur og vörur til Árneshreppsbúa hefur hlaðist upp syðra

Það hefur gengið erfiðlega með samgöngur í lofti við Árneshrepp á Ströndum undanfarið, en vegurinn þangað er ófær. Ekki hefur verið flogið á Gjögur undanfarna eina og hálfa viku, en áætlunardagur var fimmtudaginn 27. okt. og á mánudaginn 31. okt. Bæði þessi…

Björgunarsveitin Dagrenning hefur nóg að iðja

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út í gærkveldi til að sækja ökumann sem hafði fest bíl sinn á veginum um Arnkötludal. Vegurinn hafði þá verið auglýstur lokaður í þrjá daga eða frá því á sunnudag. Á þeim tíma hefur…

Gómsætir sjávarréttir á boðstólum

Nú stendur undirbúningur Lionsklúbbsins á Hólmavík fyrir sjávarréttakvöld sem hæst, en það verður haldið laugardagskvöldið 5. nóvember næstkomandi. Nú er hver að verða síðastur með að skrá sig en það er hægt að gera með því að hafa samband við…

Ófærð á Ströndum

Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er nú ófær samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar og sama gildir um Steingrímsfjarðarheiði og Arnkötludal. Á síðarnefndu heiðunum er óveður og Arnkötludalurinn verður ekki opnaður í dag. Beðið er með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði. Fært er frá…