Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík

Á miðvikudaginn 30. nóvember verður opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík, kl. 13-14. Opna húsið er í tilefni af ADHD dögum í skólanum sem hafa staðið í viku. Markmiðið með verkefninu  er að auka fræðslu og skilning á ADHD röskun…

Jólaföndur Foreldrafélagsins í Félagsheimilinu á Hólmavík

Jólaföndur Foreldrafélagsins verður haldið mánudaginn 28. nóvember kl. 18:00 og að þessu sinni verður það í Félagsheimilinu á Hólmavík. Í ár er ætlunin að mála á keramik og gefst fólki kostur á að kaupa eina keramikstyttu til þess að mála…

Ljósmyndir frá 1976-77 í Íþróttamiðstöðinni

Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur er nýr gestur Þjóðfræðistofu í Skelinni. Hann var kennari við Grunnskólann á Hólmavík 1976-1977 og heldur nú sýningu á ljósmyndum sínum frá þeim tíma. Sýningin opnar í íþróttamiðstöðinni á laugardaginn kl. 15 og er fólk hvatt til…

Jólamarkaður Strandakúnstar opnar á laugardag

Jólamarkaður Strandakúnstar verður að þessu sinni í golfskálanum við Víðidalsána og verður opnaður með pomp og pragt laugardaginn 26. nóvember kl. 13. Markaðurinn verður með svipuðu sniði og venjulega, hlýlegt handverk og fleira gott til jólagjafa. Það verður heitt kakó á…

Hólmadrangsmót í knattspyrnu

Hólmadrangsmót HSS í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 19. nóvember kl. 11:00. Keppt verður í flokkum 6-9 ára, 10-11 ára og 12-13 ára. Þátttökugjald er kr. 1.200 á hvern leikmann. Innifalið eru m.a. pizzur frá Cafe Riis…

Jólamarkaður í Golfskálanum

Jólamarkaður Strandakúnstar verður að þessu sinni í golfskála Golfklúbbs Hólmavíkur ofan við Skeljavíkurgrundir. Markaðurinn verður með svipuðu sniði og venjulega, hlýlegt handverk og fleira gott til jólagjafa. Það verður heitt kakó á könnunni og vottað bakkelsi. Væntanlega verða jólasveinar á…

Færðu íbúum Árneshrepps ljóð og upplestur

Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla á Ströndum stóðu fyrir skemmtilegu uppátæki á Degi íslenskrar tungu í gær, 16. nóvember, sem gladdi íbúa Árneshrepps. Fóru þeir um sveitina og færðu íbúum ljóð og upplestur heim á bæ og þar sem það var við…

Glæsilegur árangur hjá krökkunum í kvikmyndavali

Um síðustu helgi fór fram verðlaunaafhending í kvikmyndakeppni 66° Norður og grunnskólanna árið 2011. Grunnskólinn á Hólmavík fór með sigur af hólmi í eldri flokki, en Gerðaskóli í Garði sigraði í yngri flokki. Sérstök dómnefnd valdi sigurvegara og var hún skipuð Katrínu…

Aukaþing um sameiningu stofnana

Þann 25. nóvember verður haldið aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, um stoðkerfi atvinnu og byggða. Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík í byrjun september var samþykkt að skipa starfshóp sem myndi skoða sameiningu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða…

Smádýralíf – fjölbreytni og fegurð

Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17-18 verður annar fyrirlesturinn í námskeiðaröð á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Náttúrstofu Vestfjarða og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands, um náttúrufræðileg efni. Dr. Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða mun þá fjalla um smádýrin í umhverfi okkar og…