Sigurður Atlason fær hvatningarverðlaun vestfirskrar ferðaþjónustu

Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum, fékk hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum í ár. Frá þessu er sagt á bb.is. Ákveðið var að veita sérstök hvatningarverðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og…

Áhersla lögð á framhaldsskólamenntun á Ströndum

Á árlegum fundi Strandabyggðar með fjárlaganefnd Alþingis var höfuðáhersla lögð á að undirbúningur að stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík yrði hafinn árið 2012. Verkefnið var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga valið eitt af 7 verkefnum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2012, en vilji heimamanna er að…

Sjávarréttahlaðborð Lions undirbúið

Lionsklúbburinn á Hólmavík vinnur nú að undirbúningi sjávarréttakvölds sem haldið verður 5. nóvember næstkomandi. Þeir sem vilja skrá sig og styrkja gott málefni í leiðinni eru beðnir að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og…

Sundmótið fellur niður

Sundmótinu sem vera átti í Grettislaug á Reykhólum nú síðar í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir mótið, en líklegt er að reynt verði að halda annað mót um næsta vor. Þetta kom…

Sundmót UDN og HSS á þriðjudag

Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna á Ströndum til að sýna hvað í þeim býr,…

Uppskeruhátíð og hvatningarverðlaun

Um næstu helgi, laugardaginn 15. október, ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til…

Séra Jón Ísleifsson í Bragganum á Hólmavík

Kvikmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson verður sýnd í Bragganum á Hólmavík föstudaginn 14. október og hefst sýningin kl. 21:00. Myndin hlaut áhorfendaverðlaum Skjaldborgarhátíðarinnar í vor og hefur fengið frábærar viðtökur. Í heimildamyndinni segir frá séra Jóni Ísleifssyni sem…

Ljósmyndanámskeið í Skelinni

Danski ljósmyndarinn og góðkunningi Strandamanna Brian Berg er nú staddur í Skelinni á Hólmavík – lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu. Brian heimsótti elstu bekkina í Grunnskólann á Hólmavík í morgun og sagði frá verkefnum sínum og myndum á dönsku. Í kvöld…

Fundað um hreindýr á Vestfjörðum

Skotveiðifélag Íslands efnir til fundar um á Café Riis á Hólmavík kl. 14 á morgun, laugardaginn 8. október. Fundarefnið er „Hreindýr á Vestfirði“, en hópur stuðningsmanna þess málefnis hefur verið áberandi síðustu misseri. Frummælendur eru Davíð Ingason og Sigmar B…

Skilafrestur að renna út

Nú er hver að verða síðastur með að sækja um stuðning við menningarverkefni hjá Menningarráði Vestfjarða við síðari úthlutun ráðsins 2011. Umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar ársins 2011 rennur út á miðnætti fimmtudaginn 6. október. Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um…