Flutningabíll valt í Bitrufirði

Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór flutningabíll valt á vegi 68 í Bitrufirði á Ströndum um miðnæturbil. Frá þessu er sagt á visir.is. Björgunarsveit var kölluð út til að bjarga farminum og verður bíllinn svo hífður upp á veginn með morgninum. Tildrög óhappsins…

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Áttu barn í Grunnskólanum á Hólmavík? Þá máttu ekki missa af þessu! Fimmtudaginn 27. október kl. 18:00 verður aðalfundurForeldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Auk þess að kjósa nýja stjórn verður fjallað um hvernig efla megi samstarf foreldra, barna…

Bangsadagur á Héraðsbókasafninu

Bangsadagur verður haldinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í dag kl. 18:00 og eru allir hvattir til að mæta með bangsana sína. Boðið verður upp á dýrindis bangsaköku og lesin bangsasaga fyrir börnin. Bangsadagurinn er alþjóðlegt verkefni bókasafna sem hefur lukkast með…

Karaoke-keppni og dansleikur á föstudaginn

Það verður mikið um dýrðir á Hólmavík á föstudaginn, 28. október. Þá fer fram sjöunda karaoke-keppni Café Riis í í Bragganum á Hólmavík. Að vanda mun fjöldi keppenda stíga á svið, en nöfn þeirra verða birt hér á vefnum einhvern næstu…

Kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra 3. desember

Samstarfsnefnd um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra var skipuð af sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna í júní síðastliðinn. Á vefnum huni.is kemur fram að frá þeim tíma hefur nefndin haldið nokkra málefnafundi og unnið að gagnasöfnun vegna mögulegrar sameiningar. Fram kemur í…

Suðbyrðingur – saga báts – á Hólmavík

Heimildamyndin Súðbyrðingur – saga báts eftir Ásdísi Thoroddsen verður sýnd í Café Riis, sunnudagskvöld 23. október, klukkan 20:00. Ásdís sem er Strandamönnum að góðu kunn er nú gestur í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu. Í myndinni segir frá fjórum mönnum sem taka sér…

Útskurðarnámskeið á Hólmavík

Námskeið í tréútskurði verður haldið á Hólmavík um aðra helgi (29.-30. október). Um er að ræða grunnnámskeið sem Handverkshúsið stendur fyrir í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á námskeiðinu er tréskurðarlistin kynnt og farið stuttlega yfir sögu hennar og stefnu. Farið er…

Norðurljós syngja syðra

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík og nærsveitum heldur tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík nú á laugardaginn, þann 22. október. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00 og er miðaverð 2000 og posi á staðnum. Létt efnisskrá og gleði við völd. Stjórnandi kvennakórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar…

Fyrirlestur um atferli dýra

Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast í vetur fyrir röð alþýðlegra fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrsti fyrirlesturinn verður nú á fimmtudaginn kl. 17:00 og er aðgengilegur í fjarfundabúnaði m.a. i Þróunarsetrinu á Hólmavík. Það er…

Gestir í Skelinni heimsækja nemendur skólans

Á vef Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að nemendur í skólanum hafa fengið marga góða gesti og listamenn í heimsókn að undanförnu. Það eru gestir sem hafa dvalið í Skelinni sem er lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu. Í dag kom myndlistarkonan…