Sverrir og Ólafía heiðursborgarar í Strandabyggð

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Strandabyggðar á Hamingjudögum voru valdir tveir heiðursborgarar sveitarfélagsins. Þetta eru þau Ólafía Jónsdóttir frá Skriðinsenni í Bitrufirði og Sverrir Guðbrandsson frá Heydalsá í Tungusveit. Tóku þau síðan á móti viðurkenningu úr hendi Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra við setningarathöfn…

Góð þátttaka í plankinu mikla

Gestir Hamingjudaga á Hólmavík stóðu sig vel í gær þegar gerð var atlaga að Íslandsmeti í hópplanki. Nærri 300 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í plankinu mikla á grasinu á Klifstúni, en enn er eftir að fara yfir myndbönd til…

Ný götunöfn á Hólmavík – Jakobínutún og Skjaldbökuslóð

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í tilefni af Hamingjudögum voru samþykkt tvö ný götuheiti á Hólmavík. Annars vegar er nýtt nafn á götunni sem félagsheimilið, íþróttamiðstöðin og tjaldstæðið standa við en hér hér eftir heitir hún Jakobínutún. Þetta götuheiti er til heiðurs Jakobínu Thorarensen…

Svipmyndir frá Hamingjudögum

Það var líf og fjör á Hamingjudögum á föstudegi og veðurguðirnir til friðs. Skemmtidagskrá á Klifstúni fór vel fram, Pollapönk, brekkusöngur, hamingjulagið og fleira var þar til gamans gert. Fyrr um daginn fór fram polla- og pæjumót HSS í fótbolta,…

Hamingjusamþykkt á hátíðarfundi sveitarstjórnar

Í gærkveldi var haldinn sérstakur hátíðarfundur í sveitarstjórn Strandabyggðar í upphafi kvöldvökunnar á Klifstúni og hafa sjálfsagt aldrei verið fleiri áheyrendur að sveitarstjórnarfundi á Hólmavík. Þar var meðal annars staðfest Hamingjusamþykkt Strandabyggðar. Líklegt má teljast að um sé að ræða fyrstu hamingjusamþykktin…

Glæsilegar skreytingar í appelsínugula hverfinu

Á Hamingjudögum á Hólmavík er mikið lagt upp úr skreytingum og margir leggja mikla vinnu í að túlka og deila hamingjunni með þeim hætti. Margar lausnirnar einkennast í senn af hugvitsemi og hamingjusemi og gleðin er allsráðandi. Í appelsínugula hverfinu eru fjölmargar flottar…

Allt gengur vel á Hamingjudögum á Hólmavík

Hamingjudagar á Hólmavík hafa farið afskaplega vel af stað. Einstaklega fallegt veður var í gær á Ströndum og Strandamenn njóta veðurblíðunnar aftur í dag. Heimamenn nýttu fimmtudaginn til að leggja lokahönd á skreytingar sem eru stór hluti af hátíðinni, en óhætt er…