Jón Bjarni Bragason náði góðum árangri

Jón Bjarni Bragason frá Heydalsá gerði frábæra hluti á Norðurlandamóti 35 ára og eldri sem fram fór í Lappeenranta í Finnlandi fyrir skemmstu. Jón Bjarni keppti fyrir Breiðablik í Kópavogi í flokki 40-45 ára. Hann sigraði í hvorki fleiri né færri en…

Frábær árangur á Landsmóti 50+

Keppendur frá HSS gerðu góða ferð á Landsmót 50 ára og eldri sem fór fram á Hvammstanga fyrir skemmstu. Strandamenn stóðu sig með glæsibrag og rökuðu inn verðlaunum.  Hlaupagarpurinn Rósmundur Númason krækti sér í tvö silfur, annað í 60 metra…

Raforkuverð hækkar hjá Orkubúi Vestfjarða

Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 2,8% frá og með 1. júlí 2011. Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku. Á heimasíðu Orkubúsins – www.ov.is – kemur fram að þessi hækkun verðskrár sé nauðsynleg til þess að mæta…

Vestfjarðavíkingar á Ströndum

Keppni sterkustu manna landsins um titilinn Vestfjarðavíkingurinn hefst fimmtudaginn 7. júlí á Hólmavík og stendur í þrjá daga. Fyrsta greinin fer fram við Galdrasafnið kl. 13:00 á fimmtudegi, en önnur greinin fylgir síðan fast á eftir á íþróttavellinum á Drangsnesi…

Friðrik Ómar og Jógvan Hansen á Hólmavík

Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen heimsækja Hólmavík á ferð sinni um landið. Þriðjudagskvöldið 19. júlí halda þeir tónleika í Hólmavíkurkirkju og flytja íslensk og færeysk dægurlög af plötu sinni VINALÖG sem kom út árið 2009 og var mest selda…

Svipmyndir frá laugardegi um Hamingjudaga

Einstök veðurblíða var á laugardaginn á Hamingjudögum, án efa besti dagur sumarsins á Ströndum. Gestir Hamingjudaga nutu lífsins, tóku þátt í smiðjum og gönguferðum, röltu um hátíðarsvæðið, skoðuðu sýningar, fóru í leiki og fylgdust með eða tóku þátt í margvíslegum viðburðum….

Rauða hverfið vann skreytingaverðlaunin

Á hnallþóruhlaðborðinu á Hamingjudögum voru ekki aðeins veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu terturnar. Þar voru einnig verðlaunaðar bestu skreytingarnar í bænum, en hverfin keppa sín á milli. Að þessu sinni stór rauða hverfið upp úr í skreytingunum að mati dómnefndarinnar,…

Stórglæsilegt tertuhlaðborð á Hamingjudögum

Að venju var einn af hápunktum Hamingjudaga á Hólmavík tertuveisla á laugardagskvöldi. Íbúar kepptust við að skreyta kökur, tertur og hnallþórur og komu með þær á hlaðborðið í Fiskmarkaðinum. Þar var svo öllum íbúum og gestum Hamingjudaga boðið að njóta…

Furðuleikar í Sævangi í dag

Einn af hápunktur Hamingjudaga á Hólmavík hefur jafnan verið svokallaðir Furðuleikar Sauðfjársetursins í Sævangi. Þeir eru jafnan haldnir eftir hádegi á sunnudegi um Hamingjuhelgina og svo er einnig í dag. Á Furðuleikunum er lögð áhersla á að fjölskyldan leiki sér…

Einstök veðurblíða á Hamingjudögum

Einstök veðurblíða setur svip sinn á bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík sem haldin er um helgina. Eitt af atriðum helgarinnar sem jafnan er beðið eftir með töluverðum spenningi er kassabílarallý sem jafnan fer fram á Höfðagötunni. Hátíðin núna engin undantekning og eftir…