Reykhóladagar 4.-6. ágúst

Um næstu helgi verða haldnir svokallaðir Reykhóladagar. Mikil dagskrá hefur verið sett saman og er hún aðgengileg á vef Reykhólahrepps undir þessum tengli. Meðal dagskráratriða er bíó, kassabílakeppni, dráttarvélaakstur, pulsupartí og spurningakeppni, sýningar og siglingar, kvöldvaka og dansleikur. Vefurinn strandir.is…

Kökuhlaðborð á Hótel Djúpavík

Á sunnudaginn um verslunarmannahelgi, þann 31. júlí, verður eitt af kökuhlaðborðum sumarsins haldið á Hótel Djúpavík. Slík hlaðborð eru reglulega yfir sumarið og er enginn svikinn af þeim gómsætu kökum og kræsingum sem þar eru í boði. Kaffihlaðborðið á Hótel…

Nokkrar myndir frá Unglingalandsmóti

Keppni gengur vel á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sem sett var í gær. Strandamenn eru fjölmennir á mótinu og mikill fjöldi fylgir hverjum keppenda, en þeir eru samtals 29 sem eru skráðir í ýmsar greinar, flestir þó í fótbolta. Ljósmyndari…

Fjöldi Strandamanna á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum

Fjöldi Strandamanna er nú á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum, en alls eru 29 keppendur skráðir til leiks frá Héraðssambandi Strandamanna. Að venju er samvinna við Vestur-Húnvetninga um keppni í liðsíþróttum og sameiginlegar tjaldbúðir og samkomutjald, en 25 eru skráðir til leiks…

Malbikunarstöð á Hólmavík

Malbikunarflokkur hefur verið að störfum á Hólmavík þessa vikuna og verður áfram eftir helgarfrí vegna verslunarmannahelgarinnar. Unnið er að malbikun á plönum við fyrirtæki víða í þorpinu, m.a. við verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hólmadrang, Vegagerðina og Trésmiðjuna Höfða. Einnig hefur verið lagt…

Styrkur til vinnslu á kræklingi á Ströndum

Nokkrir styrkir í hlut vestfirskra verkefna við úthlutun úr AVS rannsóknasjóðnum vegna átaksverkefnisins Atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð, svo sem sjá má á vefnum www.avs.is. Eitt þessara verkefna á rætur á Ströndum, en það ber titilinn Atvinnusköpun með vinnslu á kræklingi,…

Áhugaverð námskeið í Ólafsdal

Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og nágrenni – í ágúst og september nk. Námskeiðin fjalla um grænmeti, ost, söl/þara og grjóthleðslu. Meðalleiðbeinenda eru Dominique Pledel, Rúnar Marvinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Eggert…

Tilboð í Hólmavíkurhöfn opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í verkið "Hólmavík, endurbygging stálþils" á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands í Kópavogi, en það snýst um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna á Hólmavík. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun verkkaupa sem…

Mesta fjörið í Trékyllisvík

Trékyllisvík er staðurinn til að heimsækja um Verslunarmannahelgina fyrir þá sem leita eftir gleðskap og fjöri! Melasystur opna helgina með tónleikum á Kaffi Norðurfirði á föstudagskvöld kl. 21.00, sannkallað skrall fyrir ball! Á laugardagskvöld er komið að stórdansleik með Blek…

Þaðan sem norðanvindurinn kemur, býr fólk með gott hjartalag

Þessa vikuna fram til 31. júlí verður uppi ljósmyndasýning eftir ljósmyndarann Fiann Paul utan á Galdrasafninu á Hólmavík. Safnahúsið hefur verið þakið stórum ljósmyndum sem sýna arfleifð Inúíta á Grænlandi en Fiann hefur dvalið þar löngum stundum. Hann hefur búið…