Hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi í 100 ár

Sveitarstjórn Strandabyggðar heldur hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi á Hólmavík í 100 ár miðvikudaginn 1. júní. Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hátíðin kl. 17:00. Vonast er til að sem allra flestir fyrrverandi og núverandi starfsmenn og nemendur skólanna…

Kór Átthagafélags Strandamanna í söngferð um Strandir

Kór Átthagafélags Strandamanna er nú að halda af stað í sína árlegu vorferð. Að þessu sinni liggur leiðin norður á Strandir sem er sérstök ánægja fyrir kórinn. Kórinn heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 20 og í Árneskirkju laugardaginn 4. júní…

Sjómannadagurinn á Malarkaffi

Það verður mikið um dýrðir á Malarkaffi á Drangsnesi, laugardaginn 4 júní, í tilefni af sjómannadeginum. Matseðillinn er úr heimabyggð og verður maturinn kynntur af framleiðendum og á eftir sér skemmtikrafturinn Siggi Lauf um að skemmta fólki fram eftir kvöldi. Húsið opnar…

Vortónleikar kvennakórsins Norðurljósa

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík heldur vortónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 29. maí mæstkomandi og hefjast tónleikarnir kl. 16:00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt að vanda. Kórinn mun meðal annars flytja lög eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Magnús Eiríksson og Guðmund Jónsson…

Háskólakórinn heimsækir Hólmavík

Háskólakórinn er að halda af stað í vorferð og liggur leiðin á Snæfellsnes, Strandir og Vestfirði. Kórinn mun meðal annars halda tónleika í Hólmavíkurkirkju mánudaginn 30. maí kl. 20:00, en aðrir tónleikastaðir í ferðinni eru Stykkishólmskirkja (27. maí, kl. 20:00) og Ísafjarðarkirkja (29….

Elsti Íslendingurinn 107 ára

Elsti Íslendingurinn 107 ára

Á vefnum www.langlifi.net kemur fram að Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er 107 ára í dag. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Asparvík í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu árið 1904, yngst ellefu systkina og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur…

Eftirlit með veitinga- og gististöðum

Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum um helstu verkefni í vikunni sem var að líða kemur fram að lögregla var við eftirlit með veitinga- og gististöðum í umdæminu og var einum veitingastað og einum gististað lokað. Veðurfar og færð á vegum frekar leiðinlegt og…

Hamingjan sveif yfir vötnum á söngvakeppni á Hólmavík

Glæsileg söngvakeppni var haldin á Hólmavík í gærkvöld, þar sem valið var hamingjulagið fyrir árið 2011. Sex lög kepptu um heiðurinn og voru þau bæði fjölbreytt og skemmtileg. Komu flytjendur og lagahöfundar víða að og var ágæt mæting á viðburðinn….

Með táning í tölvunni – síðasta sýning á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur sýnir hinn sprellfjöruga farsa Með táning í tölvunni í fimmta og síðasta skipti á Hólmavík í kvöld. Aðsókn að leikritinu hefur verið afbragðs góð og lætur nærri að áhorfendafjöldinn sé orðinn sá sami og íbúafjöldi á Hólmavík. Í…

Menningarráð Vestfjarða styrkir fjölda verkefna

Stjórn Menningarráðs Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna fyrri úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun hennar um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Samtals bárust 97 umsóknir um stuðning við verkefni að þessu sinni og var…