Íbúðarhúsnæði í eigu Strandabyggðar lagfært

Á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að starfshópur á vegum sveitarfélagsins hefur nú lokið við úttekt á öllu íbúðarhúsnæði í eigu Strandabyggðar. Gert hefur verið yfirlit um það sem þarf að laga og er stefnt að því að vinna að umbótum næstu vikur…

Dalamenn í heimsókn á Ströndum

Á vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is kemur fram að sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð heimsótti Strandabyggð í liðinni og átti góðan fund með sveitarstjórnarfólki. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynnast, fara yfir stöðu og sóknarfæri sveitarfélaganna og skoða möguleika á samstarfi. Nýr vegur um Arnkötludal hefur gert samstarf…

Kaldalónstónar á Hólmavík sunnudag

Það stefnir í mikla menningarhátíð á Hólmavík á sunnudaginn, en kór Hólmavíkurkirkju, listamenn úr Borgarfirði, Snjáfjallasetur og Þjóðfræðistofa hafa tekið höndum saman um Kaldalónstóna. Dagskrá um Sigvalda Kaldalóns verður flutt í Hólmavíkurkirkju kl. 14:00. Þar sjá Snorri Hjálmarsson, Dagný Sigurðardóttir…

Vestfirskar fiðrildafréttir

Vorið 2010 byrjaði Náttúrustofa Vestfjarða verkefni sem snýst um langtíma vöktun náttfiðrilda, í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær ljósgildrur voru settar upp á Vestfjörðum, ein í Syðridal nálægt Bolungarvík og önnur í Þiðriksvalladal nálægt Hólmavík. Gildrurnar voru í svipuðum gróðri á báðum…

Kökubasar í KSH á föstudag

Á föstudaginn verður kökubasar í anddyri verslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst kl. 13:30 og stendur til 16:30 eða þangað til allar kökur hafa gengið út. Tekið verður við greiðslukortum. Það eru nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa…

Sýning á handavinnu Pálínu frá Finnbogastöðum

Frá því er sagt á fréttavefnum www.litlihjalli.is að nokkrar konur hafa tekið sig saman um að halda sýningu í sumar á handavinnu frú Pálínu Jennýjar Þórólfsdóttur frá Finnbogastöðum í Árneshreppi. Hugmyndina átti Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og fékk til liðs við sig…

Gráþrestir í heimsókn á Hólmavík

Í dag sást gráþröstur í görðum á Hólmavík, en slíkir fuglar eru fremur sjaldgæfir gestir á Vestfjörðum. Þeir eru hins vegar nokkuð algengir haust- og vetrargestir annars staðar á landinu og hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi svo vitað…

Táningur í tölvunni hjá Leikfélagi Hólmavíkur

Eftir að hafa skoðað og samlesið nokkur leikrit á síðustu vikum hefur stjórn Leikfélags Hólmavíkur ákveðið að setja upp farsann Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney. Höfundurinn er sá sami og að síðasta farsa sem félagið setti upp en sá…

Ráðlagður dagskammtur af dansi

Strandamenn og nærsveitungar eru minntir á að skráningarfrestur er nú að renna út á námskeiðið Ráðlagður dagskammtur af dansi sem verður haldið á laugardag ef þátttaka fæst. Farið er í gegnum Rytmana 5. Í flæði finnum við mýktina, í stakkató…

Þorrablót á Borðeyri 19. feb.

Árlegt þorrablót verður haldið á Borðeyri á laugardaginn kemur, þann 19. febrúar næstkomandi. Það verður að vanda haldið í skólahúsinu á Borðeyri og húsið opnar kl: 20:30, en blótið hefst kl: 21:00. Á dagskránni er borðhald, skemmtiatriði, annáll og dans. Miðapantanir…