Umferð með rólegra móti

Í vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum, en þó voru tveir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Vestfjarðargöngunum og hinn í nágrenni við Hólmavík.Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Á þriðjudag varð árekstur…

Flækingsfuglar á fjarfundi

Í dag, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 12:15-12:45, flytur Yann Kolbeinsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, erindi sitt: Komur amerískra flækingsfugla til landsins. Fyrirlesturinn er sendur um land allt með fjarfundabúnaði og líka til Hólmavíkur, þar sem hægt er að komast á fundinn…

7. bekkur í Skólabúðum á Reykjum

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík dvelja nú í viku dagskrá í skólabúðunum í Reykjaskóla taka nú þátt í glæsilegri. Námi og leik er blandað saman, íþróttir og sund eru mikið stunduð, fjöruferðir og fræðst um undraheim auranna. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna…

Danskvikmynd tekin upp á Hólmavík

Clémentine Delbecq, gestalistamaður í Skelinni á Hólmavík, vinnur nú að danskvikmynd sinni Water is dress og hefur fengið til liðs við sig nokkra íbúa á Ströndum.  Tökur munu fara fram hér 22. – 28. mars. Á föstudaginn næsta, 25. febrúar kl….

Samkeppni um Hamingjulagið 2011

Á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að ákveðið hefur verið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Menn hafa góðan tíma fyrir lagasmíðarnar, því frestur til að skila lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl….

Dósagám stolið á Drangsnesi

Í liðinni viku var tíðindalítið í umdæmi lögreglu á Vestfjörðum. Síðastliðinn mánudag var tilkynnt um þjófnað á dósasöfnunargám í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi. Hann var staðsettur við heitu pottana og uppgötvaðist þjófnaðurinn á sunnudag. Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað…

Gota og lifur, gellur og hausar

Starfsmannafélag Drangs ehf á Drangsnesi ætlar að heimsækja Hólmavík á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar. Meðferðis verður margvíslegt góðgæti; gota, lifur, hausar, gellur, saltfiskur og jafnvel kræklingur og fleira. Þetta ljúfmeti verður síðan boðið sölu á Hólmavík eftir kl. 14:00 á planinu við verslun…

Vegurinn í Árneshrepp opinn

Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður 17. febrúar og er opinn samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Er þetta í annað sinn á þessum vetri, en síðast var opnað 25. janúar og var þá opið í nokkra daga. Ekki var um mikinn snjó…

Arnar S. Jónsson hefur umsjón með Hamingjudögum

Nýráðinn tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar Snæberg Jónsson, mun hafa umsjón með bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík þetta árið en hún verður haldin dagana 1.-3. júlí. Sér hann um undirbúning og skipulagningu í nánu samráði við Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar. Arnar hefur þegar hafist…

Dansnámskeið fyrirhuguð í mars

Á vef Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að fyrirhugað er dansnámskeið fyrir nemendur í mars hjá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Námskeiðið verður auglýst síðar en framkvæmdin er unnin í samvinnu við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa Strandabyggðar sem skipuleggur…