Nefndum fækkar í Strandabyggð

Á vef Strandabyggðar kemur fram að í þessari viku hafa þrjár nefndir sveitarfélagsins fundað í síðasta sinn og verða nú lagðar niður í núverandi mynd. Þetta eru Menningarmálanefnd, Íþrótta- og tómstundanefnd og Félagsmála- og jafnréttisnefnd. Í hagræðingarskyni kemur í staðinn ein Tómstunda- og menningarnefnd…

Gengur þú með gullegg í maganum?

Fékkstu frábæra hugmynd í sturtu í gær? Hefurðu gengið með sömu hugmyndina í maganum í tvö ár? Eða skortir þig kunnáttu til að koma góðri hugmynd í framkvæmd? Nú stendur yfir Frumkvöðlakeppni Innovit, Gulleggið 2011, þar sem markmiðið er að hjálpa hugmyndum…

Hittumst hress á Íþróttahátíð!

Grunnskólinn á Hólmavík stendur fyrir árlegri íþróttahátíð á miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Á hátíðinni skemmta börn og fullorðnir sér saman við íþróttir og leiki, en ekki er um að ræða beina keppni. Á dagskránni eru íþróttir…

Helstu verkefni lögreglu í liðinni viku

Í vikunni sem var að líða var færð á vegum í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum misjöfn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Á mánudag var ekið á ljósastaur á Engjavegi á Ísafirði en ekki er vitað…

Kvikmyndatökur við Braggann

Þessa dagana dvelur Clémentine Delbecq sem er franskur dansari og upprennandi kvikmyndagerðarkona í Skelinni, fræði- og listamannadvöl Þjóðfræðistofu. Hún leitar m.a. að áhugaverðum tökustöðum á Ströndum og fólki sem er tilbúið að leika í kvikmynd sem hún vinnur nú að,…

Skíðakappar á Ströndum deyja ekki ráðalausir

Einstöku sinnum kemur fyrir að kuldaboli blæs svo kröfuglega éljum og hríðarbyl á Ströndum að ekki einu sinni félagar í Skíðafélagi Strandamanna treysta sér út að leika. Skíðakapparnir deyja þó ekki ráðalausir og á dögunum var gönguskíðaæfing haldin innanhúss, nánar tiltekið í fjárhúsunum…

Þorrablót á Hólmavík 22. janúar

Hið árlega Þorrablót á Hólmavík verður haldið laugardaginn 22. janúar í Félagsheimilinu á Hólmavík. Blótið hefst kl. 20:00, en húsið verður opnað kl. 19:30. Þeir sem vilja skella sér á blótið en eiga eftir að tilkynna þátttöku hjá Þorranefndarkonum geta…

Le jour imbécile í Skelinni

Le jour imbécile nefnist tilraunakennd stuttmynd eftir núverandi gest Þjóðfræðistofu í Skelinni, Clémentine Délbecq, sem sýnd verður föstudaginn 14. janúar kl. 20:00. Clémentine sem er upprennandi kvikmyndagerðarkona og dansari frá Frakklandi leitar nú að áhugaverðum tökustöðum og fólki hér á…

Rysjótt veður og slæm færð

Í vikunni sem var að líða var veður rysjótt, færð á vegum á köflum slæm, hálka og snjór. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu vegna færðar og voru nokkrir vegfarendur aðstoðaðir og einnig voru…

Auglýst eftir verkefnastjóra

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks hefur auglýst nýtt starf á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks laust til umsóknar og er frestur til að sækja um til 13. janúar. Um er að ræða 100% starf og getur viðkomandi…