Föstudagsgátan vafðist fyrir

Myndagátan sem sett var á vefinn á föstudaginn vafðist fyrir. Margir þekktu þó að myndefnið þar sem spurt var um staðinn var Djúpavík og líklega er ekkert svo langt síðan vegurinn þangað var lagður þegar myndin var tekin. Nokkrir þekktu…

Vestfjarðasamfés á Hólmavík tókst afbragðsvel

Í gær var haldin mikil söngkeppni unglinga í félagsmiðstöðvum á Vestfjörðum í félagsheimilinu á Hólmavík. Viðburðurinn tókst afar vel og var aðstandendum til sóma. Mikill fjöldi áhorfenda á öllum aldri var viðstaddur, troðfullt hús. Stórir hópar ungmenna komu á staðinn…

Föstudagssprellið á strandir.is

Enn ein vinnuvikan er á enda hjá þeim sem vinna á þeim vinnutíma sem algengastur er og því liggur beint við að lyfta sér svolítið á kreik og hafa dálítið gaman af hlutunum. Ritstjóri strandir.is komst með klærnar í gamalt myndaalbúm…

Styttist í að Strandamaður ársins 2010 verði kynntur!

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í kosningu á Strandamanni ársins 2010, en hægt er að kjósa undir þessum tengli. Fjórir Strandamenn koma til greina að þessu sinni, Arinbjörn Bernharðsson, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Ingvar Þór Pétursson og Jón…

Vestfjarða-Samfés á Hólmavík á föstudag

Föstudaginn 28. janúar, klukkan 20:00, fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík úrslitakeppni í Vestfjarðarriðli söngkeppni Samfés. Þar munu 10 söngatriði frá Hólmavík, Ísafirði, Flateyri og Bolungarvík keppa um að komast í lokakeppni sem fram fer í Laugardagshöllinni, laugardaginn 5. mars….

Kökubasar í KSH á föstudag

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru að safna sér fyrir dvöl í skólabúðunum í Reykjaskóla þessa dagana, en þangað hefur stefnan verið tekin í febrúar. Eitt af uppátækjum þeirra í söfnuninni er að halda kökubasar á föstudaginn kemur. Basarinn…

Kynning á leiklistarnámskeiði í kvöld

Nýr gestur í Skelinni á Hólmavík – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu – þessa vikuna er Helena Berglund leiklistarkennari frá Svíþjóð. Hún stundar nú mastersnám í leiklistarkennslu í Kaupmannahöfn en hún hefur líka lært félagsráðgjöf. Í starfi sínu sem leiklistarkennari hefur…

Flöskusöfnun í kvöld

Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík miðvikudagskvöldið 26. janúar. Söfnunin hefst klukkan 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Söfnunin er eflaust kærkomið tækifæri fyrir marga til að losa sig við birgðir sem safnast hafa upp um jól…

Frekari hagræðing framundan hjá Strandabyggð

Á vef Strandabyggðar kemur fram að fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2011 hefur verið samþykkt og er áætluð niðurstaða neikvæð um rúmar 15 milljónir króna. Frumvarpið endurspeglar erfiðara rekstrarumhverfi sveitarfélaga og lækkandi tekjur. Munar þar mestu um lækkandi framlög Jöfnunarsjóðs. Þrátt…

Stefnt að útboði Strandavegar í vor

Kærufrestur er liðinn vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar að 2,8 km vegagerð á Strandavegi og brúargerð yfir Staðará í botni Steingrímsfjarðar þurfi ekki að fara í umhverfismat. Engar kærur bárust til Umhverfisráðuneytis vegna þessa. Vegagerðin stefnir að því að bjóða verkið…